Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 77
75
2. AÐDRAGANDI OG FORSENDUR
Hugmyndir um sjálfstætt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum eða
„heimilisofbeldi“, eins og það var jafnan orðað í eldri gögnum, höfðu
áður komið fram. Þessi saga verður nú rakin í grófum dráttum, í þeim
tilgangi m.a. að draga fram þróun á skilgreiningu, inntaki og merkingu
hugtakanna „ofbeldi í nánum samböndum“ og „heimilisofbeldi“.
Árið 1994 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra nefnd sérfræðinga
er skyldi undirbúa og hafa umsjón með rannsóknum á ástæðum,
afleiðingum og umfangi heimilisofbeldis, sem og annars ofbeldis
gegn konum og börnum.10 Nefndin skilaði skýrslu sem lögð var fram
á Alþingi í febrúar 1997.11 Í framhaldi af þeirri skýrslu skipaði ráðherra
þrjár sérhæfðari nefndir sem ætlað var að vinna frekar úr niðurstöðum
skýrslunnar og koma með tillögur til úrbóta. Ein þeirra fékk það
hlutverk að huga að forvörnum og mögulegum úrræðum fyrir gerendur
og þolendur og nauðsynlegum lagabreytingum í því skyni. Önnur
skyldi endurskoða meðferð heimilisofbeldismála hjá lögreglu og sú
þriðja meðferð þeirra í dómskerfinu.
Skýrslur þessara fjögurra nefnda gefa innsýn í viðhorf til mála-
flokksins á þessum tíma og þær aðgerðir sem þóttu æskilegar til að
vinna gegn heimilisofbeldi og afleiðingum þess. Eitt af því sem kemur
í ljós er að nefndirnar skilgreindu „heimilisofbeldi“ með mismunandi
hætti þó að þær væru allar að störfum á svipuðum tíma (1995–1998) og
þrjár þeirra raunar samtímis. Í skýrslum þessum er ávallt notað orðið
„heimilisofbeldi“, en ekki orðasamböndin „brot í nánum samböndum“
eða „brot í nánum tengslum“.
Nefndin, sem skipuð var 1994, lagði til grundvallar að heimilis-
ofbeldi (e. domestic violence) merkti ofbeldi sem konur og karlar yrðu
fyrir af hálfu núverandi eða fyrrverandi maka.12 Skilgreiningin var
ekki takmörkuð við hjón heldur náði jafnframt til fólks í sambúð. Á
hinn bóginn tók hún ekki til annarra tegunda ofbeldis, eins og ofbeldis
gegn börnum, kynferðislegrar misnotkunar á börnum eða annars konar
ofbeldis sem getur átt sér stað á heimilum eða milli fjölskyldumeðlima.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir sjálfstæðri rannsókn nefndarinnar á
10 Sjá annars vegar til lögu til þingsálykt un ar um rannsóknir á ástæðum og afleiðingum
ofbeldis gegn konum á Íslandi og hins vegar þingsályktun um rannsóknir á heimilisofbeldi,
svo og öðru ofbeldi gegn konum og börnum á Íslandi, sbr. þskj. 324 og 1319, 269. mál, 117.
löggjafarþing (1993–1994).
11 Skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis
og annars ofbeldis gegn konum og börnum, sbr. þskj. 612, 340. mál, 121. löggjafarþing
(1996–1997).
12 Sjá kafla 1.2. (Hugtök og skilgreiningar).