Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 77

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 77
75 2. AÐDRAGANDI OG FORSENDUR Hugmyndir um sjálfstætt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum eða „heimilisofbeldi“, eins og það var jafnan orðað í eldri gögnum, höfðu áður komið fram. Þessi saga verður nú rakin í grófum dráttum, í þeim tilgangi m.a. að draga fram þróun á skilgreiningu, inntaki og merkingu hugtakanna „ofbeldi í nánum samböndum“ og „heimilisofbeldi“. Árið 1994 skipaði þáverandi dómsmálaráðherra nefnd sérfræðinga er skyldi undirbúa og hafa umsjón með rannsóknum á ástæðum, afleiðingum og umfangi heimilisofbeldis, sem og annars ofbeldis gegn konum og börnum.10 Nefndin skilaði skýrslu sem lögð var fram á Alþingi í febrúar 1997.11 Í framhaldi af þeirri skýrslu skipaði ráðherra þrjár sérhæfðari nefndir sem ætlað var að vinna frekar úr niðurstöðum skýrslunnar og koma með tillögur til úrbóta. Ein þeirra fékk það hlutverk að huga að forvörnum og mögulegum úrræðum fyrir gerendur og þolendur og nauðsynlegum lagabreytingum í því skyni. Önnur skyldi endurskoða meðferð heimilisofbeldismála hjá lögreglu og sú þriðja meðferð þeirra í dómskerfinu. Skýrslur þessara fjögurra nefnda gefa innsýn í viðhorf til mála- flokksins á þessum tíma og þær aðgerðir sem þóttu æskilegar til að vinna gegn heimilisofbeldi og afleiðingum þess. Eitt af því sem kemur í ljós er að nefndirnar skilgreindu „heimilisofbeldi“ með mismunandi hætti þó að þær væru allar að störfum á svipuðum tíma (1995–1998) og þrjár þeirra raunar samtímis. Í skýrslum þessum er ávallt notað orðið „heimilisofbeldi“, en ekki orðasamböndin „brot í nánum samböndum“ eða „brot í nánum tengslum“. Nefndin, sem skipuð var 1994, lagði til grundvallar að heimilis- ofbeldi (e. domestic violence) merkti ofbeldi sem konur og karlar yrðu fyrir af hálfu núverandi eða fyrrverandi maka.12 Skilgreiningin var ekki takmörkuð við hjón heldur náði jafnframt til fólks í sambúð. Á hinn bóginn tók hún ekki til annarra tegunda ofbeldis, eins og ofbeldis gegn börnum, kynferðislegrar misnotkunar á börnum eða annars konar ofbeldis sem getur átt sér stað á heimilum eða milli fjölskyldumeðlima. Í skýrslunni er gerð grein fyrir sjálfstæðri rannsókn nefndarinnar á 10 Sjá annars vegar til lögu til þingsálykt un ar um rannsóknir á ástæðum og afleiðingum ofbeldis gegn konum á Íslandi og hins vegar þingsályktun um rannsóknir á heimilisofbeldi, svo og öðru ofbeldi gegn konum og börnum á Íslandi, sbr. þskj. 324 og 1319, 269. mál, 117. löggjafarþing (1993–1994). 11 Skýrsla dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum, sbr. þskj. 612, 340. mál, 121. löggjafarþing (1996–1997). 12 Sjá kafla 1.2. (Hugtök og skilgreiningar).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.