Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 78

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 78
76 ástæðum, afleiðingum og umfangi heimilisofbeldis á Íslandi.13 Nefndin túlkaði niðurstöður rannsóknarinnar svo að heimilisofbeldi væri alvarlegt og útbreitt vandamál hér á landi og væri að finna í öllum þjóðfélagshópum. Nefndin, sem fékk það hlutverk að huga að forvörnum og fræðslu, lagði sömu skilgreiningu á hugtakinu „heimilisofbeldi“ til grundvallar í vinnu sinni og nefndin frá 1994 hafði gert.14 Hún lýsti þó þeirri skoðun sinni að æskilegt væri að rýmka skilgreininguna þannig að hún næði jafnframt til ofbeldis gagnvart börnum á heimili. „Allt ofbeldi þar sem börn eru á heimili [er] jafnframt ofbeldi gagnvart börnum“, segir þar orðrétt. Nefndin lagði til að endurskoðuð yrðu tiltekin ákvæði í barnalögum og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og að fræðsla yrði efld um orsakir og afleiðingar heimilisofbeldis ásamt fræðslu um hjálparúrræði fyrir brotaþola og gerendur. Faghópar, sem þolendur heimilisofbeldis leita til, fengju nauðsynlega starfsþjálfun, komið yrði á fót aðgerðamiðstöð vegna heimilisofbeldis og gerendum boðin hjálp. Jafnframt tók nefndin undir tillögur hinna nefndanna tveggja, sem störfuðu samhliða henni, um úrbætur á refsi- og réttarfarslöggjöf, og er gerð nánari grein fyrir þeim hér á eftir.15 Nefndin, sem fékk það hlutverk að skoða meðferð heimilis- ofbeldismála hjá lögreglu, skyldi m.a. gera tillögur um úrbætur á refsi- og réttarfarslöggjöf í því sambandi.16 Hún lagði til grundvallar sömu skilgreiningu á hugtakinu „heimilisofbeldi“ og nefndin frá 1994 hafði gert, en tók fram að ekki þætti rétt í þessu sambandi að einskorða ofbeldishugtakið við líkamlegt ofbeldi í hinni þrengri merkingu refsiréttar, heldur skilgreina það svo rúmt að undir það gætu fallið verknaðir þar sem reyndi á nauðung, frelsissviptingu, ofsóknir og hótanir. Sagði ennfremur að til heimilisofbeldis gætu einkum talist líkamsmeiðingar, sbr. 217. og 218. gr. hgl., húsbrot, ofsóknir og hótanir, sbr. 231., 232. og 233. gr. hgl. og nauðgun, sbr. 194. gr. hgl., en einnig 13 Í kafla 1.3 (Eldri íslenskar rannsóknir) er vitnað til fyrstu rannsóknar, sem gerð var á heimilisofbeldi hér á landi. Hana framkvæmdu Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur, Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi og Þorgerður Benediktsdóttir lögfræðingur. Fjallað er um rannsóknina, framkvæmd hennar og niðurstöður í greininni „Ofbeldi í íslenskum fjölskyldum“, sem birtist í Geðvernd, ársriti Geðverndarfélags Íslands, 1982, bls. 7–32. 14 Skýrsla dómsmálaráðherra um forvarnir gegn heimilisofbeldi, hjálparúrræði fyrir þolendur og meðferðarúrræði fyrir gerendur, sbr. þskj. 1382, 711. mál, 122. löggjafarþing (1997–1998). 15 Niðurstöður nefndarinnar og tillögur er að finna í 7. kafla (Niðurstöður nefndarinnar og tillögur). 16 Skýrsla dómsmálaráðherra um meðferð heimilisofbeldismála hjá lögreglu, sbr. þskj. 1383, 712. mál, 122. löggjafarþing (1997–1998). Sjá einkum V. kafla (Löggjöf).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.