Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 79

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 79
77 ýmis nauðungar- og frelsissviptingarbrot, sbr. 195., 225. og 226. gr. hgl. Þá lagði nefndin til að lögfestar yrðu reglur um nálgunarbann, vitnavernd og rétt brotaþola til að fá skipaðan löglærðan talsmann, auk þess sem hún taldi þýðingarmikið að ríkislögreglustjóri gæfi út samræmdar reglur um rannsókn heimilisofbeldismála hjá lögreglu og skyldu lögreglu til að upplýsa brotaþola um bótarétt hans og til að leiðbeina honum við gerð bótakröfu. Nefndin, sem fékk það hlutverk að huga að meðferð heimilis- ofbeldismála í dómskerfinu, lagði athugasemdalaust til grundvallar sömu skilgreiningu á heimilisofbeldi og nefndin frá 1994 hafði gert og einskorðaði hana við ofbeldi sem konur og karlar verða fyrir af hálfu núverandi eða fyrrverandi maka eða sambúðaraðila.17 Hvorki var gerður fyrirvari um börn sem búa á heimili þar sem ofbeldi er viðvarandi né talin ástæða til að rýmka ofbeldishugtakið með þeim hætti sem gert var í skýrslu nefndarinnar, sem fjallaði um meðferð mála hjá lögreglu. Þá var lagt til að lögfestar yrðu reglur um nálgunarbann og um rétt brotaþola til að fá skipaðan löglærðan talsmann, auk þess sem ákærureglum vegna minni háttar líkamsmeiðinga yrði breytt þolanda til hagsbóta. Í skýrslunum fjórum, sem hér hefur verið getið, vekur einkum tvennt athygli sem skiptir máli fyrir efni þessarar greinar. Í fyrsta lagi lagði engin nefndanna til að sett yrði sérstakt ákvæði í hegningarlög um heimilisofbeldi eða eftir atvikum ofbeldi í nánum samböndum, eins og algengara er að orða þetta nú á dögum. Í öðru lagi leggja nefndirnar, hver með sínum hætti, líkamlegt ofbeldi (líkamsárás eða líkamsmeiðingar) til grundvallar við skilgreiningu á heimilisofbeldi (sbr. 217. og 218. gr.). Ein þeirra taldi þó rétt að fella einnig undir heimilisofbeldi verknaði þar sem beitt væri aðferðum sem falla undir önnur ákvæði hegningarlaganna um húsbrot, ofsóknir og hótanir (sbr. 231., 232. og 233. gr.) og nauðgun (sbr. 194. gr.), sem og ýmis nauðungar- og frelsissviptingarbrot (sbr. 195., 225. og 226. gr.). Þessar skilgreiningar eru á hinn bóginn nokkuð þrengri en sú sem ákvæði 218. gr. b hgl. er byggt á eins og nánar er vikið að síðar. 3. NÁLGUNARBANN OG BROTTVÍSUN AF HEIMILI Í kjölfar starfa þessara nefnda voru lögfestar reglur um nálgunar- bann, sem höfðu að meginmarkmiði að vernda þolendur ofbeldis og fyrirbyggja frekara ofbeldi. Nálgunarbann hefur þannig sérstaka 17 Skýrsla dómsmálaráðherra um meðferð heimilisofbeldismála í dómskerfinu, sbr. þskj. 1384, 713. mál, 122. löggjafarþing (1997–1998). Sjá inngangskafla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.