Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 80

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 80
78 þýðingu í tengslum við ofbeldi í nánum samböndum. Ekki var um sérstakan lagabálk að ræða, heldur farin sú leið að koma reglunum fyrir í lögum um meðferð opinberra mála (sakamála) þó að nálgunarbann tengist ekki beint rannsókn eða meðferð sakamáls í tilefni af tilteknu broti, sbr. lög nr. 94/2000 um breyting á lögum um meðferð opinberra mála og almennum hegningarlögum (nálgunarbann).18 Síðar var horfið frá þessu fyrirkomulagi og sett sérstök lög um nálgunarbann, sbr. lög nr. 122/2008. Gildandi lög um nálgunarbann eru nr. 85/2011.19 Þar er ennfremur að finna ákvæði um brottvísun af heimili. Með lögunum var „austurríska leiðin“, sem nefnd hefur verið svo, lögfest, en það er úrræði sem heimilar lögreglu að vísa ofbeldismanni burt af heimili sínu eða dvalarstað og banna honum að koma þangað aftur í tiltekinn tíma.20 Úrræðið hafði verið tekið upp í löggjöf annarra Evrópulanda, þ.á m. Norður landanna.21 Í áliti allsherjarnefndar með frumvarpi því, er varð að lögum nr. 85/2011, segir að ofbeldi á heimili sé mál sem samfélagið þurfi að bregðast við og vinna bug á með víðtækri samvinnu sem flestra. Lögin feli í sér mikla réttarbót fyrir þolendur heimilisofbeldis og í úrræðum þess felist mikil vernd fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi og tækifæri til að tryggja þeim nauðsynlegan stöðugleika og öryggi.22 4. NÁIN TENGSL SEM REFSIÞYNGINGARÁSTÆÐA Árið 2004 fór þáverandi dómsmálaráðherra þess á leit við refsiréttar- nefnd að hún „gæfi álit sitt á þeim sjónarmiðum sem fram hefðu komið um hvort setja bæri í almenn hegningarlög refsiákvæði þar sem heimilisofbeldi yrði lýst sem sérstökum refsinæmum verknaði eða hvort áfram skyldi stuðst við hin almennu líkamsmeiðingarákvæði 217. og 218. gr. laganna“.23 18 Með lögum nr. 94/2000 var annars vegar nýjum kafla bætt inn í lög um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 (nú lög um meðferð sakamála nr. 88/2008), sem geymdi reglur um nálgunarbann og hins vegar var nýtt ákvæði sett í almenn hegningarlög, þar sem brot gegn nálgunarbanni var mælt refsivert, sbr. 1. mgr. 232. gr. hgl. 19 Lög nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. 20 „Austurríska leiðin“ vísar til laga sem tóku gildi í Austurríki 1. maí 1997. Lagasetningin var liður í baráttu Austurríkismanna gegn heimilisofbeldi eftir að þeir höfðu opnað tuttugasta kvennaathvarfið. Sjá nánar Rosa Logar: The Austrian model of intervention in domestic violence cases. Vín 2005, bls. 7–8. 21 Frumvarp til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili, sbr. þskj. 1225, 706. mál, 139. löggjafarþing (2010–2011). 22 Álit allsherjarnefndar um frv. til l. um nálgunarbann og brottvísun af heimili, sbr. þskj. 1628, 706. mál, 139. löggjafarþing (2010–2011). 23 Þetta kemur fram í inngangskafla greinargerðar með frumvarpi því er varð að lögum nr. 27/2006, sbr. þskj. 419, 365. mál 132. löggjafarþing (2005–2006).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.