Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 81

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 81
79 Nefndin skilaði áliti í ágúst 2005. Þar kom fram að hún teldi ekki viðhlítandi lagaleg eða refsipólitísk rök standa til þess að lögfesta slíkt sérrefsiákvæði. Aftur á móti var lagt til að náin tengsl geranda og þolanda yrðu að sérstakri refsiþyngingarástæðu, með þeim rökum að þau þættu auka á grófleika verknaðar. Þannig yrði dómendum gert að líta til aðstæðna af þessu tagi við ákvörðun refsingar í stað þess að lögfesta sérstakt refsiákvæði um heimilisofbeldi.24 Í framhaldi af áliti refsiréttarnefndar var henni falið að vinna lagafrumvarp í samræmi við tillögur sínar. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í nóvember 2005.25 Í greinargerð kemur fram að í ljósi þeirra viðhorfa, sem fram hafi komið hér á landi og erlendis um málefni fjölskyldunnar og þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslands á því sviði, verði að telja að rökrétt sé og nauðsynlegt að íslensk refsilöggjöf endurspegli með skýrari hætti það mat löggjafans að brot, sem framin eru í samskiptum nákominna, hafi sérstöðu. Sé þá bæði horft til refsiréttarlegra og afbrotafræðilegra raka er tengjast varnaðaráhrifum og samkvæmni í löggjöfinni og hins vegar mikilvægra sjónarmiða um táknræn eða réttarpólitísk áhrif slíkra lagareglna á félagslegt samneyti þeirra sem tengjast eða hafa tengst nánum fjölskylduböndum í rúmri merkingu.26 Þá segir orðrétt: Í ljósi ofangreindra sjónarmiða og raka verður hins vegar ekki talið rétt eða nauðsynlegt að fara þá leið að lögfesta sérstakt refsiákvæði um heimilisofbeldi heldur að brugðist verði við með því að gera dómendum að líta til atvika af þessu tagi við ákvörðun refsingar. Með því móti verði það lagt í hendur dómarans á refsiákvörðunarstigi að meta hvort náin tengsl geranda og brotaþola séu þess eðlis að slík atvik verða talin auka á grófleika þeirra brota sem sannað er að viðkomandi hafi framið. Í samræmi við framangreind sjónarmið var sett nýtt ákvæði í 70. gr. hgl. sem dregur fram sérstöðu brota sem framin eru í samskiptum nákominna, sbr. lög nr. 27/2006 um breyting á almennum hegningar- lögum nr. 19 12. febrúar 1940 (heimilisofbeldi). Ákvæðið, sem varð að nýrri 3. mgr., hljóðar svo: 24 Upplýsingar um efni álitsgerðar refsiréttarnefndar, dags. 29. ágúst 2005, er að finna í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 27/2006, sbr. nánar inngangskafla og IV. kafla (Er þörf á að lögfesta sérrefsiákvæði um heimilisofbeldi?). Þar er greint frá niðurstöðu nefndarinnar og rakin þau lagalegu og refsipólitísku rök sem lágu henni til grundvallar, sbr. þskj. 419, 365. mál, 132. löggjafarþing (2005–2006). 25 Þskj. 419, 365. mál, 132. löggjafarþing (2005–2006). 26 Sjá nánar V. kafla (Efni frumvarpsins).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.