Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 83

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 83
81 5. STÓRFELLDAR ÆRUMEIÐINGAR Í NÁNUM SAMBÖNDUM Með lögum nr. 27/2006 var 191. gr. hgl. felld brott.30 Ákvæðið var í XXI. kafla laganna (Sifskaparbrot) og hafði að markmiði að vernda friðhelgi og æru einstaklinga í samskiptum við aðra fjölskyldumeðlimi. Ákvæðið hafði staðið efnislega óbreytt frá gildistöku hegningarlaganna og þótti bæði úrelt og óskýrt. Lítið hafði reynt á það fyrir dómstólum. Þegar litið var til réttarframkvæmdar í Noregi og Danmörku var sömu sögu að segja um samsvarandi ákvæði í refsilöggjöf í þessum löndum.31 Í stað 191. gr. var sett ákvæði um stórfelldar ærumeiðingar í nánum samböndum í 233. gr. b í XXV. kafla hegningarlaganna meðal ákvæða um ærumeiðingar og brota gegn friðhelgi einkalífs. Ákvæðið hljóðar svo: 233. gr. b Sá sem móðgar eða smánar maka sinn eða fyrrverandi maka, barn sitt eða annan mann sem er nákominn geranda, og verknaður verður talinn fela í sér stórfelldar ærumeiðingar, skal sæta fangelsi allt að tveimur árum. Í greinargerð er sérstök áhersla lögð á að 233. gr. b geymi ekki ný mæli, heldur sé verið að útfæra með skýrari hætti og nútímalegra orðalagi þann efnis þátt 1. mgr. 191. gr., sem varði stórfelldar æru- meiðingar í sam skiptum við aðra fjölskyldumeðlimi. Forsendur ákvæðisins séu áfram vernd friðhelgi og æru einstaklinga í sam- skiptum við nána vanda menn, en til viðbótar sú löggjafarþróun sem hafi átt sér stað á síðari tímum um þörfina á að vernda einstaklinga betur en áður gegn afbrotum nákominna, í skjóli hjónabands og fjölskyldu, í rúmri merkingu þess orðs. Raunhæfara sé að ná fram þeim refsiréttarlegu og réttar pólitísku markmiðum, sem eðlilegt þyki að leggja til grundvallar í þessu sambandi, með nýju ákvæði sem hafi það að markmiði að virkja þá refsivernd gegn stórfelldum ærumeiðingum sem mælt var fyrir um í 1. mgr. 191. gr. hgl.32 30 191. gr. hljóðaði svo: 1. mgr.: Ef nokkur misbýður með stórfelldri vanrækslu eða móðgunum eiginkonu sinni eða eiginmanni, barni sínu eða öðru barni eða ungling undir 18 ára aldri, sem hann hefur til umsjónar eða fósturs, eða manni, sem er skyldur honum eða tengdur í beinan legg upp á við, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum. 2. mgr.: Fangelsi allt að 1 ári eða sektum skal sá sæta, sem af þverúð vanrækir framfærsluskyldu sína eða skyldu til meðlagsgreiðslu gagnvart nokkrum framangreindra aðilja, sem af því geta orðið bjargþrota. 3. mgr.: Ákveða má, að sök samkvæmt grein þessari skuli niður falla, ef sá æskir þess, sem misgert var við. 31 Þetta kemur fram í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 27/2006, sbr. þskj. 419, 365. mál, 132. löggjafarþing (2005–2006). Norðmenn gjörbreyttu inntaki 219. gr. norsku hegningarlaganna nr. 10/1902, sem svaraði til 191. gr. alm. hgl., með lögum nr. 131/2005 og lögfestu nýtt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum. Danir hafa enn ákvæði er svarar til 191. gr. alm. hgl. í sinni löggjöf, sbr. 213. gr. dönsku hegningarlaganna (Borgerlige straffelov nr. 126 fra 15. april 1930). 32 Sjá nánar V. kafla (Efni frumvarpsins) og skýringar við 3. gr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.