Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 88

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 88
86 Norðmenn litu til Svíþjóðar er þeir undirbjuggu ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum og reynslu Svía af beitingu þess. Sænska ákvæðið, sem er frábrugðið hinu norska að uppbyggingu og efni, hefur að markmiði að undirstrika alvarleika þess þegar líkamlegu ofbeldi eða annars konar ofríki er beint gegn nákomnum. Ákvæði 4. gr.a geymir ekki sjálfstæða efnislýsingu heldur vísar til almennra ákvæða hegningarlaganna um líkamsmeiðingar (3. kafli), brot gegn frjálsræði (4. kafli), kynferðisbrot (6. kafli) og eignaspjöll (12. kafli) auk brota gegn lögum um nálgunarbann. Til þess að háttsemi falli undir ákvæði 4. gr.a er gerð sú krafa að háttsemi sé liður í endurteknum brotum gegn friðhelgi þolandans og til þess fallin að skaða alvarlega sjálfs- mynd hans. Refsiábyrgð byggist þannig að verulegu leyti á sálrænum afleiðingum verknaðar. Ákvæðið er tvískipt. Í 1. mgr. eru talin upp friðhelgisbrot gagnvart þeim sem eru nánir geranda (s. grov fridskränkning) en í 2. mgr. eru brot manns gegn núverandi eða fyrrverandi eiginkonu sinni eða sambúðarkonu sérstaklega dregin fram (s. grov kvinnofridskränkning). Með þessari sérgreiningu fordæmir löggjafinn á skýran hátt kynbundið ofbeldi. 7. SÉRÁKVÆÐI UM OFBELDI Í NÁNUM SAMBÖNDUM 7.1 Forsendur Lög nr. 23/2016 um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, sem getið er í inngangi, telja sjö greinar.41 Fyrstu fimm varða breytingar á hegningarlögunum, sjötta geymir hefðbundið gildistökuákvæði og 41 Hér má geta þess sex þingmenn þingmenn, þvert á flokkaskipan, stóðu saman að frumvarpi, sem ætlað var að draga úr tíðni heimilisofbeldis, vernda þolendur og taka á vanda gerenda, sbr. þskj. 778, 470. mál, 144. löggjafarþing (2014–2015). Frumvarpið geymdi annars vegar breytingar á málshöfðunarreglum í tilefni af broti gegn nálgunarbanni og hins vegar nýtt refsiákvæði um heimilisofbeldi í anda sænsku hegningarlaganna. Frumvarpið var lagt fram í desember 2014 og við meðferð þess í allsherjar- og menntamálanefnd bárust þær upplýsingar að innanríkisráðherra hefði þegar falið refsiréttarnefnd að vinna breytingar á almennum hegningarlögum, þar sem heimilisofbeldi yrði skilgreint sem sérstakt brot og að sú vinna væri á lokastigum. Í þessu ljósi lagði nefndin til að sú grein frumvarpsins, er geymdi nýtt ákvæði um heimilisofbeldi, félli brott. Frumvarpið var samþykkt með þeirri breytingu, sbr. lög nr. 44/2015. Í áliti allsherjar- og menntamálanefndar kemur fram að nefndin fagni því að refsiréttarnefnd skuli hafa verið falið að vinna að sérrefsiákvæði, þar sem heimilisofbeldi er skilgreint sem sérstakt brot og um leið áréttar nefndin mikilvægi þess að slíkt frumvarp verði lagt fram á haustþingi, sbr. þskj. 1457, 470. mál, 144. löggjafarþing (2014–2015).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.