Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 89

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 89
87 sú sjöunda varðar breytingar á öðrum lögum.42 Lögin hafa að geyma tvö nýmæli, eins og fram kom í inngangskafla, en aðrar breytingar lúta að lögsögu- og fyrningarreglum. Nýmælin felast annars vegar í ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum og hins vegar í ákvæði um nauðungar hjónaband. Í þessari grein er ekki sérstaklega fjallað um ákvæði um nauðungar- hjónaband að öðru leyti en því að minna á að höfundur skýrslu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands mat það svo að íslensk lög væru ekki í samræmi við ákvæði 37. gr. Istanbúl-samningsins um nauðungarhjónaband. Refsiréttarnefnd komst að sömu niðurstöðu. Þar af leiðandi var nýrri málsgrein (2. mgr.) um nauðungarhjónaband eða þvingaða hjúskaparstofnun bætt við hið almenna nauðungarákvæði 225. gr. hegningarlaganna, sbr. 5. gr. laga nr. 23/2016.43 Af athugasemdum í greinargerð er ljóst að rétt þótti og eðlilegt að innleiða sjálfstætt ákvæði um heimilisofbeldi í íslensk refsilög. Aðild Íslands að Istanbúl-samningnum, sem hefði það yfirlýsta mark mið að vinna gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi, gæfi fullt tilefni til þess, enda styddi slíkt ákvæði með beinum hætti við efni og tilgang samningsins.44 Þetta kom jafnframt skýrt fram í ræðu Ólafar Nordal innanríkisráðherra á Alþingi 19. janúar 2016, sem vitnað er til í inngangskafla, er hún mælti fyrir frumvarpinu. Hún sagði m.a.: Fullgilding Istanbúl-samningsins kallar ekki á að sérstakt refsiákvæði, um ofbeldi í nánum samböndum, verði fest í almenn hegningarlög. Slíkt er þó mjög í anda samningsins og til þess fallið að ná fram þeim markmiðum sem þar er lýst, enda alþekkt að þolendur ofbeldis í nánum samböndum eru fyrst og fremst konur og börn. Er það jafnframt í samræmi við réttarþróun á öðrum Norðurlöndum og hefur sérstaklega verið litið til Noregs í því sambandi. 42 Í 1. mgr. 7. gr. er mælt fyrir um smávægilegar en þýðingarmiklar breytingar á lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir, nr. 25/1975. Tvær nýjar málsgreinar bætast við 31. gr. laganna, í þeim tilgangi að mæta annars vegar ákvæðum 58. gr. Istanbúl-samningsins (upphaf fyrningarfrests þegar brot beinist gegn barni yngra en 18 ára) og hins vegar 44. gr. samningsins (lögsaga). Með 2. mgr. 7. gr. er brotum gegn 218. gr. b bætt við upptalningu í h-lið 1. mgr. 23. gr. sakamálalaganna, nr. 88/2008, á þeim ofbeldisbrotum sem undanskilin eru ákæruvaldi héraðssaksóknara. 43 Ákvæðið hljóðar svo: Ef maður neyðir annan mann til að ganga í hjúskap, þá varðar það fangelsi allt að 4 árum. Sömu refsingu varðar að neyða annan mann til að gangast undir sambærilega vígslu þó að hún hafi ekki gildi að lögum. Nánar er fjallað um efni 37. gr. Istanbúl-samningsins í kafla 4.2.6.10 (Nauðungarhjónaband) í skýrslu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, bls. 59–60. Eins geymir greinargerð, með frumvarpi því er varð að lögum nr. 23/2016, nánari skýringar við ákvæðið, sbr. þskj. 547, 401. mál, 145. löggjafarþing (2015–2016). 44 Sjá nánar 3. kafla (Sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.