Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 100
98
og annarra kynferðismaka eins og í ákæru greinir. Þá verður litið til þess
að hann notaði hníf í atlögunni, svipti hana frelsi sínu og hótaði henni og
barni þeirra. Brot ákærða fól í sér rof á heimilisfriði brotaþola með ofríki
og má slá því föstu að framganga hans hafi valdið ótta og er þá sérstaklega
haft í huga að brotið var til þess fallið að valda barninu vanlíðan um lengri
tíma þar sem barn þeirra var vitni að hluta atburðanna.“ Ekki var vísað til
3. mgr. 70. gr. hgl. við ákvörðun refsingar.
H 843/2014
Maður var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. og 2. mgr. 218. gr. hgl., með
því að hafa ráðist á sambýliskonu sína í fjögur skipti og beitt hana líkamlegu
ofbeldi, auk þess að móðga hana og smána. Var sú háttsemi hans metin sem
stórfelldar ærumeiðingar í merkingu 233. gr. b. hgl. Til viðbótar var hann
sakfelldur fyrir þjófnað, sbr. 244. gr. hgl., með því að hafa millifært fjármuni
í gegnum heimabanka konunnar af bankareikningi hennar inn á eigin
bankareikning í leyfisleysi. Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða fangelsi,
þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir í þrjú ár. Við ákvörðun refsingar
var litið til 78. gr. hgl. vegna hluta brotanna en að öðru leyti til 77. gr. sömu
laga, auk þess sem tillit var tekið til 3. mgr. 70. gr. laganna.
H 125/2015
Maður var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. hgl. gagnvart fyrrverandi
eiginkonu sinni og fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. gagnvart stjúpdóttur sinni.
Hann braut sér leið inn á heimili konunnar, þar sem tvö börn þeirra voru
fyrir, og réðst fyrst á hana og síðan á stjúpdóttur sína. Með broti sínu rauf
hann skilorð eldri dóms. Í dóminum segir: „Brot ákærða eru alvarleg, en
þau beinast að mikilsverðum hagsmunum. Eru brotaþolarnir tveir.“ Með
hliðsjón af því, sbr. 3. mgr. 70. gr. hgl., sbr. og 1. og 3. tl. 1. mgr. 70. gr., var
hann dæmdur í fangelsi í 18 mánuði.
H 300/2015
Maður var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. hgl., með því að hafa
ráðist á föður fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður. Hann var
dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Í dóminum segir: „Í máli þessu er
ákærði sakfelldur fyrir að veitast með ofbeldi að brotaþola á heimili hans, í
viðurvist fjölskyldu hans. Hafði ákærði áður hunsað ítrekuð tilmæli brotaþola
um að hverfa á brott. Var atlaga hans að brotaþola tilefnislaus og harkaleg.“
Ekki var vísað til 3. mgr. 70. gr. hgl. við ákvörðun refsingar.
9.4 Til hvers líta dómstólar við ákvörðun refsingar?
Dómarnir sem reifaðir eru að framan eiga það sammerkt að ofbeldis-
maðurinn og þolandinn tengjast fjölskylduböndum. Þrátt fyrir hin
nánu tengsl er það ekki sjálfgefið að ofbeldi falli undir ákvæði 218. gr.
b. Fleiri skilyrði þurfa að vera til staðar. Krafa er gerð um endurtekið
ofbeldi þó að sá möguleiki sé fyrir hendi að eitt tilvik geti verið