Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 102

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Qupperneq 102
100 í járnfót eða járngrind rúms“, var metin „sérstaklega hættuleg“ og felld undir 2. mgr. 218. gr. hgl., sbr. H 843/2014. Í H 121/2012 var maður sakfelldur fyrir „tvær grófar líkamsárásir á hendur sambýliskonu sinni, í fyrra sinnið þegar hún var gengin rúmlega 27 vikur með barn þeirra, en hina þegar hún var nýkomin úr keisaraskurði og hélt á fimm daga gömlu barni þeirra í fanginu“. Áverkarnir, sem konan hlaut í fyrri árásinni, stefndu „lífi ófædda barnsins í mikla hættu“. Með síðari árásinni „stefndi ákærði heilsu brotaþola og nýfædds barns síns og brotaþola í stórfellda hættu“. Þrátt fyrir ástand brotaþola og þá hættu sem skapaðist við árásirnar var eingöngu ákært fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. hgl. Í H 757/2013 var maður m.a. sakfelldur fyrir að hafa ráðist á sambýliskonu sína í tvígang með líkamlegu ofbeldi. Fyrri atlagan varðaði við 1. mgr. 217. gr. hgl., en í þeirri seinni reif hann gat í klofinu á buxum hennar og tróð fingri inn í leggöngin gegn vilja hennar. Sannað þótti að hann hefði gert það í kynferðislegum tilgangi og háttsemin felld undir 1. mgr. 194. gr. hgl. Í framhaldi af kynferðisbrotinu beitti hann konuna öðru líkamlegu ofbeldi, sbr. 1. mgr. 217. gr. hgl. Dómurinn tekur fram að seinni árásin sé „alvarlegt brot“. Í H 508/2014, þar sem maður var sakfelldur fyrir að ráðast á fyrrum unnustu sína og barnsmóður aðfaranótt jóladags, var það mat dómsins að árásin hefði verið „sérlega hrottafengin og langvinn“. Hann olli konunni bæði líkamlegum áverkum og nauðgaði henni. Þá var litið til þess að hann notaði hníf í atlögunni, svipti konuna frelsi sínu og hótaði henni og barni þeirra. Hæstiréttur leit svo á að nauðgunarbrotið hefði verið framið „á sérstaklega meiðandi hátt“ og vísaði til refsiþyngingarákvæðis 195. gr. hgl. c) Börn vitni að líkamsárás. Í sex málum kemur beinlínis fram að börn hafi verið viðstödd árás, sbr. H 121/2012, H 361/2012, H 68/2014, H 508/2014 og H 834/2014. Til viðbótar má nefna að í H 121/2012 hélt þolandi á fimm daga gömlum nýbura í fanginu þegar sambýlismaður hennar, sem var faðir barnsins, réðst á hana. Hann hrinti henni inni í stofu með þeim afleiðingum að hún féll með barnið utan í glerskáp, sem við það brotnaði og hún féll ofan á barnið í sófa. Í H 125/2015 kemur fram að bæði brotaþolar og börn ákærða hafi verið „í miklu uppnámi“ er lögregla kom á vettvang. Í málinu réðst ákærði fyrst á fyrrverandi eiginkonu sína og síðan á stjúpdóttur. d) Alvarleiki afleiðinganna. Afleiðingar ofbeldisins eru oft og tíðum alvarlegar. Í H 508/2014 (árás aðfaranótt jóladags) segir að brot ákærða hafi verið „sérlega hrottafengin og langvinn“ og að allt viðmót brotaþola, sem var fyrrverandi unnusta árásarmannsins og barnsmóðir, „bendi til þess að hún hafi upplifað mikla ógn, ofsaótta, bjargleysi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.