Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Page 107
105
11. LOKAORÐ
Hugtakið „heimilisofbeldi“ hefur ekki haft fastmótaða lagalega merk-
ingu fram til þessa, en vísar nú fyrst og fremst til náinna félagslegra
tengsla en ekki til brotavettvangs. Þannig má líta á „heimilisofbeldi“ og
„ofbeldi í nánum samböndum“ sem samheiti í þessu sambandi. Í íslenskri
lögfræðiorðabók er „heimilisofbeldi“ skilgreint á eftirfarandi hátt:71
Ofbeldi sem beinist að karli, konu eða barni sem eru nákomin geranda á
verknaðarstundu. Miðað er við að milli þessara aðila séu náin samfélagsleg
tengsl sem endurspeglast í sambandi foreldris og barns, systkina eða maka
eða annarra nákominna manna.
Þessi skilgreining fellur vel að orðalagi 218. gr. b.
Viðbrögð og starfshættir lögreglu í heimilisofbeldismálum hafa
verið til endurskoðunar á undanförnum árum, ásamt meðferð málanna
innan réttar- og refsivörslukerfisins. Tímabundnu samstarfsverkefni
lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndaryfirvalda, undir yfirskriftinni
„Að halda glugganum opnum“, var hleypt af stokkunum snemma árs
2013 í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Verkefnið skilaði
góðum árangri og hefur leitt til breytinga á nálgun og starfsháttum
lögreglu og samvinnu lögreglu, félagsmála- og barnaverndar yfir-
valda.72 Í kjölfarið endurskoðaði ríkislögreglustjóri verklagsreglur
sínar um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, m.a. með
hliðsjón af reynslunni af samstarfsverkefninu og gaf út nýjar verk-
lags reglur í árslok 2014.73 Með sérstöku refsiákvæði um ofbeldi í
nánum sam bönd um leggur löggjafinn sitt af mörkum til að sporna
gegn ofbeldi í nánum tengslum og styrkja réttarvernd þeirra sem það
mega þola. Ákvæðið felur í sér viðurkenningu Alþingis á þeim vanda
sem heimilisofbeldi er á Íslandi og jafnframt fordæmingu á ofbeldi
í nánum samböndum. Skilaboð löggjafans um að heimilisofbeldi
verði ekki liðið eru í takt við hljómfall samfélagsumræðunnar sem
einkennist af kröfu fólks um að þöggun og skömm verði aflétt af
hvers kyns ofbeldi sem framið er innan fjölskyldu eða í nánum
félagslegum tengslum annars vegar og þörfinni á að uppræta það
hins vegar. Ógnin, sem stafar af ofbeldinu og vofir yfir heimili og
lífi fólks sem verður fyrir því af hendi sinna nánustu, getur haft
skaðlegar sálrænar afleiðingar. Þessi viðvarandi ógn hefur nú verið
71 Lögfræðiorðabók með skýringum (ritstj. Páll Sigurðsson), Bókaútgáfan Codex 2008, bls. 186.
72 Ársskýrsla Lögreglustjórans á Suðurnesjum 2014, sbr. nánar kafla 9 (Sérstök verkefni),
bls. 22–24.
73 Reglurnar frá 2. des. 2014 leystu af hólmi eldri verklagsreglur frá 16. október 2005.