Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 107

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Síða 107
105 11. LOKAORÐ Hugtakið „heimilisofbeldi“ hefur ekki haft fastmótaða lagalega merk- ingu fram til þessa, en vísar nú fyrst og fremst til náinna félagslegra tengsla en ekki til brotavettvangs. Þannig má líta á „heimilisofbeldi“ og „ofbeldi í nánum samböndum“ sem samheiti í þessu sambandi. Í íslenskri lögfræðiorðabók er „heimilisofbeldi“ skilgreint á eftirfarandi hátt:71 Ofbeldi sem beinist að karli, konu eða barni sem eru nákomin geranda á verknaðarstundu. Miðað er við að milli þessara aðila séu náin samfélagsleg tengsl sem endurspeglast í sambandi foreldris og barns, systkina eða maka eða annarra nákominna manna. Þessi skilgreining fellur vel að orðalagi 218. gr. b. Viðbrögð og starfshættir lögreglu í heimilisofbeldismálum hafa verið til endurskoðunar á undanförnum árum, ásamt meðferð málanna innan réttar- og refsivörslukerfisins. Tímabundnu samstarfsverkefni lögreglu, félagsþjónustu og barnaverndaryfirvalda, undir yfirskriftinni „Að halda glugganum opnum“, var hleypt af stokkunum snemma árs 2013 í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Verkefnið skilaði góðum árangri og hefur leitt til breytinga á nálgun og starfsháttum lögreglu og samvinnu lögreglu, félagsmála- og barnaverndar yfir- valda.72 Í kjölfarið endurskoðaði ríkislögreglustjóri verklagsreglur sínar um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála, m.a. með hliðsjón af reynslunni af samstarfsverkefninu og gaf út nýjar verk- lags reglur í árslok 2014.73 Með sérstöku refsiákvæði um ofbeldi í nánum sam bönd um leggur löggjafinn sitt af mörkum til að sporna gegn ofbeldi í nánum tengslum og styrkja réttarvernd þeirra sem það mega þola. Ákvæðið felur í sér viðurkenningu Alþingis á þeim vanda sem heimilisofbeldi er á Íslandi og jafnframt fordæmingu á ofbeldi í nánum samböndum. Skilaboð löggjafans um að heimilisofbeldi verði ekki liðið eru í takt við hljómfall samfélagsumræðunnar sem einkennist af kröfu fólks um að þöggun og skömm verði aflétt af hvers kyns ofbeldi sem framið er innan fjölskyldu eða í nánum félagslegum tengslum annars vegar og þörfinni á að uppræta það hins vegar. Ógnin, sem stafar af ofbeldinu og vofir yfir heimili og lífi fólks sem verður fyrir því af hendi sinna nánustu, getur haft skaðlegar sálrænar afleiðingar. Þessi viðvarandi ógn hefur nú verið 71 Lögfræðiorðabók með skýringum (ritstj. Páll Sigurðsson), Bókaútgáfan Codex 2008, bls. 186. 72 Ársskýrsla Lögreglustjórans á Suðurnesjum 2014, sbr. nánar kafla 9 (Sérstök verkefni), bls. 22–24. 73 Reglurnar frá 2. des. 2014 leystu af hólmi eldri verklagsreglur frá 16. október 2005.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.