Tímarit lögfræðinga - 01.04.2017, Side 114
112
ÁKVÆÐI HEGNINGARLAGA UM OFBELDI Í NÁNUM
SAMBÖNDUM
Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Útdráttur:
Þann 15. apríl 2016 tóku gildi lög nr. 23/2016, um breytingu á almennum hegn-
ingarlögum, nr. 19/1940. Í meginatriðum felast tvö nýmæli í lögunum, annars vegar
í ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum og hins vegar í ákvæði um nauðungar-
hjónaband. Hið fyrrnefnda er til umfjöllunar í greininni. Hið nýja ákvæði um
ofbeldi í nánum samböndum er m.a. ætlað að fullnægja skuldbindingum Íslands
samkvæmt Samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn
konum og heimilisofbeldi. Rakinn er aðdragandi ákvæðisins og þróun íslenskrar
löggjafar á þessu sviði og efni ákvæðisins lýst. Þá er gerð grein fyrir hliðstæðum
ákvæðum í sænskri og norskri löggjöf, en íslenska ákvæðið tekur einkum mið
af því norska. Skoðuð er íslensk dómaframkvæmd í málum, þar sem sakfellt
hefur verið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og athugað sérstaklega hvort
hin nánu tengsl hafi haft þýðingu við ákvörðun refsingar. Þótt dómar þessir
hafi fallið fyrir gildistöku laga nr. 23/2016 geta þeir haft þýðingu fyrir túlkun
og framkvæmd laganna. Ákvæðið felur í sér viðurkenningu Alþingis á þeim
vanda sem heimilisofbeldi er á Íslandi og jafnframt fordæmingu á ofbeldi í
nánum samböndum. Skilaboð löggjafans um að heimilisofbeldi verði ekki liðið
eru í takt við hljómfall samfélagsumræðunnar, sem einkennist af kröfu fólks
um að þöggun og skömm verði aflétt af hvers kyns ofbeldi sem framið er innan
fjölskyldu eða í nánum félagslegum tengslum annars vegar og þörfinni á að
uppræta það hins vegar.
PROVISIONS IN THE CRIMINAL CODE ON VIOLENCE
IN INTIMATE RELATIONSHIPS
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, Associate Professor at Law, Reykjavik University
Abstract:
On April 15, 2016, Act no. 23/2016, amending the Criminal Code, no. 19/1940,
came into force. Essentially, there are two novelties in the Act, on the one hand,
a new provision on violence in intimate relationships and, on the other hand, the
provision on forced marriages. Only the former novelty is discussed in this paper.
The new provision on violence in intimate relationships is, i.a. intended to fulfill
Iceland’s obligations under the Council of Europe Convention on Prevention and
Combating of Violence against Women and Domestic Violence. The focus is on
the provision and the development of Icelandic legislation in this field. Moreover
the content of the provision is described and analyzed. Similarly, Swedish and
Norwegian legislation which sets out a similar provision is examined, but the
Icelandic provision takes into account in particular the Norwegian. Earlier
Icelandic case-law where violence has been committed in intimate relationships
is specifically examined whether the intimate relationship has been relevant to