Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 6
4
Og ég lét slag standa, frestaði frlandsferðinni, og var kominn til
Manar á skemmri tíma loftleiðis en það tekur, að fljúga frá Reykja-
vík norður á Akureyri. Og er þar skemmst frá að segja, að ég var um
kyrrt rúma viku á Mön. Á hverjum degi skein sól — allan liðlangan
daginn. Og það var hlýtt af sólu, þótt liði að septemberlokum.
En hverfum nú í bili nokkra áratugi aftur í timann, nánara til-
tekið til síðari hluta fyrsta tugs aldarinnar, en það var þá — eða
nokkru áður en ég fermdist (1909), sem ég las fyrst einkar fróðlega
grein um Mön, svo skemmtilega, að það hefir aldrei gleymzt. Það
var grein hins kunna og mæta fslendings, dr. Jóns Stefánssonar,
Alþingi hiS forna á Mön (Eimreiðin 1896), sem ég þá rakst á og las
af áhuga, og víst átti hún sinn mikla þátt í, að ekki fölnaði draumur-
inn. Er þar margt í fullu gildi, enn í dag, þótt ferð J. St. væri farin
fyrir nær áttatíu árum eða 1895. Leyfi ég mér að víkja nánara að
sumu, sem greinin fjallar um, bæði vegna þess hve skemmtileg frá-
sögnin er, en auk þess finnst mér vel til fallið, að gefa lesendum
einmitt nú nokkra hugmynd um hana, en Eimreiðin gamla er vist
býsna sjaldséð orðin, og í tilvitnunum er auk þess ýmis fróðleikur,
sem mér er hugstætt að þeir, sem hafa — eða kynnu að fá — áhuga
á Mön, sjái, eins og Jón Stefánsson miðlaði honum.
Haraldur hárfagri lagSi Mön undir sig.
„tJr miðju írlandshafi milli írlands, Englands og Skotlands rís
Mön (á keltnesku Mann) úr sæ. Hún er oft nefnd í sögum vorum.
Haraldur hárfagri lagði hana undir sig og ríkti lengi síðar konungar
á eynni, af norrænum ættum. Njálssynir börðust við Guðröð kon-
ung úr Mön. En ég ætla mér ekki að segja sögu Manar. Ég ætla að
segja frá alþingi. Manarbúa, sem enn í dag er haldið á líkan hátt og
í fomöld hjá oss á Þingvöllum undir lögbergi hinu helga og í nám-
unda við það“.
(Manarþing kemur saman 5. júlí ár hvert einn dag og hinar fornu
venjur, sem dr. Jón lýsir nánara hér á eftir, em enri í heiSri haldnari
Leturbr. mínar. — A.Th.).
,Ég var staddur á Mön 5. júlí 1895, þann dag, er þing var sett.
Gisti ég hjá skáldsöguhöfundinumum Hall Caine. Riðum við á þing
snemma mn morguninn og var þá fjöldi fólks að drifa að úr öllum
áttum, til Tynwold. Munum vér nú litast þar um, áður en á þing er