Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 38

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 38
36 en þýðing föður míns kom út 1878 hjá Kristjáni Ó. Þorgrímssyni, en hún var löngu uppseld og fágæt orðin. Einhverjar leifar bókaupplaga munu hafa orðið eldi að bráð, þegar stórhýsið „Glasgow“ brann (1903), og að því er ég hefi heyrt var það, sem eftir var af Lear, þar með, en sönnur á því veit ég ekki. — Leifar upplagsins af off- setprentuðu útgáfunni voru innkallaðar í fyrra. — Mér hafði lengi verið það áhugamál að gefa Lear út offsetprentaðan, og var það mér til aukinnar hvatningar að ráðast í það, að þeir, er þess óskuðu, gætu fengið þýðingu föður míns til samanburðar við þýðingu Helga Hálf- dánarsonar, en hann hefir sem alkimnugt er, þýtt ekki aðeins Lear, heldur önnur leikrit Shakespeare’s við góðan orðstír. Margir góðir menn eiga meiri eða minni þátt í að sum ofantalinna verka hafa komið út að nýju, og þjóðin því áfram getað notið þess starfs, sem skáldið vann með þeim. Hún hefir sýnt, á síðari tímum sem ávallt fyrr, hversu vel hún kann að meta það sem frá hans hendi kom, frumsamið og þýtt, í bundnu máli og óbundnu. Vegna bókaút- gáfu minnar hefir mér auðnazt og leggja upp í hendurnar á þjóðinni sumt af því, sem talið var, eða hjálpað til þess, að ég er þakklátur fyrir hversu vel öllu var tekið. Eftirhreyta Þannig atvikaðist, þegar ég var nýbúinn að afhenda ritstjóra Tím- ans handritið að grein þeirri eftir mig, sem birtist í blaðinu 6. okt. 1974, að mér voru gefnar tvær gamlar ljósmyndir af föður mínum. Sá ég þegar í hendi mér, að vel myndi fara á, að þær væru birtar í henni, m.a. vegna þess, að þær höfðu ekki mér vitanlega verið birtar á prenti fyrr. Er undirbúningi að þvi væri lokið, hugðist ég bæta í greinina smákafla um þær, ef ég yrði einhvers vísari um þær, og auk þess drepa á, hvernig ég eignaðist þær, alveg óvænt að kalla, í sama mund og fyrmefnd grein átti að birtast. Og skylt er mér að bera fram þakkir til mannsins, sem rétti mér þær með hlýlegum orðum og spurði mig hvort ég vildi þiggja þær. Það var Búi Þorvaldsson, Jakobssonar prests í Sauðlauksdal, sem dró myndirnar upp úr tösku sinni, er við hittumst niðri í Austurstræti, og þarf ég ekki að f jölyrða um hve það gladdi mig, að eignast þær, en ég hafði hvoruga þessara tveggja meira en aldar gömlu mynda augum litið fyrr. Búi kvað þær hafa verið í fórum föður síns, og sér hefði dottið í hug að afhenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.