Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 8
6
er gengið aftur til kirkju og sitja þingmenn i kór og hefja umræður.
Og þar eru lögin undirrituð. Þinghúsið sjálft er í Douglas, í þrettán
kílómetra fjarlægð.“
„Bý ég nú við sorg og sút, seld er Mön og rúin —“
„Á 18. öld voru tollar á Mön langtum lægri en á Englandi. Lentu
skip þar þúsundum saman til að afferma vörur og stálust Manarbúar
svo með þær í myrkri til Englands og græddu stórfé. Er mælt, að
Englendingar hafi beðið milljóna tjón á þessum tollsvikmn. Þoldu þeir
lengi mátið, en svo kom, að hertoginn af Athole, sem þá (1765) var
Manarkonungur, — sá sér ekki annað fært en að selja kommgdæmið
fyrir fé (á fyrmefndu ári). Eyjarskeggjar kærðu sig kollótta um her-
togann og konungsnafnið, en illt þótti þeim að missa shillingana og
brennivínsdropann. Var þá þetta kveðið:
There’s never an old wife
that loves a dram,
hut will lament for the Isle of Man.
Bý ég einn viÖ sorg og sút,
seld er Mön og rúin,
tœrt er vatn á konungs kút,
kátínan er flúin.
Þeir héldu áfram að stelast með vörur til Englands, Skotlands og
Irlands, en nú var það mesta hættuferð, þvi verðir voru á hafðir. Þó
eru menn enn á lífi (1895), sem skotizt hafa í ungdæmi sínu með
brennivínstunnu og miklast þeir af, karlfauskamir“.
Þola ekki „órétt eSa ólög“.
Sagt er, að landshöfðingjar á Mön fari ávallt gætilega í öllum
skiptum við Manarbúa, þjóðerniskennd þeirra er sterk og þeir vilja ei
þola órétt eða ólög. Þess vegna ráða þeir málum sínum enn í dag (en
leggja ákveðinn hluta þjóðartekna sinna til þeirra mála, er Bretar
fara með, utanríkismála, hermála o.s. frv.).