Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 67

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 67
Framhald af 2. kápusíðu „Skáldsaga þessi er upphaflega valin til birtingar af The Literary Guild, bókmenntafélagi í New York. Sama árið (1954), sem hún kom út í sérútgáfu þess, komu fjórar aðrar, og síðar fleiri í kjölfarið.“ Bæta má því við, að einungis úrvalsbækur hljóta slíka viðurkenn- ingu af hálfu þessa mikilsmetna bókmenntafélags. Axel las þýðingu þá, er hér um ræðir, sem síðdegissögu í Ríkis- útvarpi Islands smnarið 1973, og vakti sagan óvenjulega athygli hlust- enda. Kom þýðingin síðan út í fyrra haust í bókarformi á vegum Bókaútgáfunnar Rökkurs, eins og fyrri þýðingar Axels. Skal þá stuttlega vikið að höfundinum, Harvey Fergusson, en ævi- ferill hans er í megindráttum á þessa leið, eftir þeim heimildum, sem ég hefi getað aflað mér: Hann var fæddur í Albuquerque, Nýja Mexico, 1890. Eftir að hafa stundað háskólanám, gerðist hann blaðamaður og rithöfundur. Starfaði hann árum saman sem blaðamaður við kunn amerísk blöð, en vann einnig að kvikmynda gerð. Hann hefir samið fjölda skáld- sagna, en þeirra mun sú, sem hér er gerð að umtalsefni, áreiðanlega vera talin merkust, enda hlaut hún eigi aðeins hina miklu viður- kenningu The Literary Guild, heldur einnig sérstaklega lofsamleg ummæli ritdómara amerisku stórblaðanna New York Herald Trihune og The New York Times. Hin síðari ár ævi sinnar átti Harvey Ferguson heima i Berkeley í Kaliforníu, og hefi ég ekki fundið upplýsingar um dánarár hans. En eftir útgáfu hins kunna uppsláttarrits Who’s Who in America fyrir árin 1962 63, er hann horfinn þaðan, og virðist mér það benda til þess, að hann hafi þá verið látinn. Hverf ég þá aftur að þýðingu Axels af skáldsögunni, en bakhjarli hennar fæ ég ei betur lýst en í þessum kafla forspjalls hans: „Aðalvettvangur sögunnar er smábær í Nýja Mexico, Don Pedro, og nefnist hún á frummálinu The Conquest of Don Pedro, en sögu- hetjan hafði að marki í ævintýralegum leiðangri, að koma þar fót- um undir sig, leggja bæinn og sveitimar í grennd undir sig, sigra — og hann kom, sá og sigraði í þeirri baráttu, og er af því dregið heiti sögunnar á frummálinu, en „eigi má sköpun renna“, sarmaðist hér sern oftar, og það heiti hefi ég valið henni í þýðingu minni.“ Þetta heiti þýðingarinnar hittir ágætlega í mark. 1 hinu gagnorða forspjalli lýsir Axel þvi einnig glögglega, hvernig, að lokinni borgar- styrjöldinni í Bandaríkjunum á siðastliðinni öld (1861-1865), fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.