Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 31
29
skáldsins, og þótti fara vel á því að birta það sem inngangskvæði þessa
safns“.
Hannes Pétursson birtir ljóðið án viðlagsins (Fram, fram o.s.frv.),
og vitnar í handrit, þar sem faðir minn hafði látið þess getið, að við-
lagið væri ekki eftir sig, heldur höfrmd lagsins, og hafi hann leyft að
það fylgdi kvæðinu 1885, en það „heyri því ekki í raun rétti“. Vegna
þess arna hefi ég fellt viðlagið niður hér að framan, enda þótt sönglag
Helga Helgasonar geti ekki án þess verið“, segir Hannes Pétursson
ennfremur.
Um fyrrnefnt handrit var mér ekki kunnugt, þegar ég valdi kvæð-
ið sem inngangskvæði, en ef svo hefði verið, hefði ég getið þess, að
viðlagið væri eftir höfund lagsins, því að kvæðið hefði ég hiklaust birt
fyrir því með viðlaginu, — vegna þess, að þjóðin hefir frá upphafi
tileinkáS sér þennan hvatningarsöng með viðlaginu. Hún þekkir hann
þannig, þykir vœnt um hann þannig, og hefir haldiS tryggð við iumn.
Þarna er um samrennsli Ijóðs, viðlags og lags að rœða, serri hefin
haldizt og mun trúlega haldast, og mega menn vel við una á kom-
andi tímum, haldist vinsældir þess, sem líklegt er. Þetta var sameináð
í upphafi og verður ekki isundur skilið, og allar götur féllst fáðir minn
á fyrstu birtingu þess méð hinu nauðsynlega viðlagi, „lagsins vegna“,
en sætti sig við birtingu þess áfram méð piðlaginu, iog að það væri
birt með því í hverju sönglagaheftinu á fætur öðru. — Það, sem ég
hefi hér sagt, ber ekki að skoða sem gagnrýni á, að Hannes Pétursson
birtir kvæðið í bókinni án viðlagsins. Mörgum mun þykja forvitnilegt
að sjá það og eiga á prenti þannig.
1 þessari útgáfu ljóðmælanna flokkaði ég ljóðin þannig:
I. 1 þessum kafla ljóðmælanna (1958) eru þau ljóð, sem birt voru
í 1. útgáfu 1881, í sömu röð (með einni undantekningu vegna mis-
taka). 1 skýringunum við þennan kafla var birt í heilu lagi lýsing
Þórhalls biskups Bjarnarsonar í Nýju-Kirkjublaði (1911, nokkru eftir
að áttræðisafmæli skáldsins var um garð gengið) á ferð norður í land
þjóðhátiðarsumarið (1874), en í þeirri ferð orti skáldið kvæðið „Há-
fjöllin“ (Þú bláfjallageimur).
II. I þessum kafla eru kvæði þau úr Gyldendalsútgáfunni, sem
ekki voru í 1. útgáfu 1881.
III. og IV. I þessum köflum eru ljóð þau, sem við bættust í 3. út-
gáfu 1910, að nokkrum viðbættum. I skýringum er birtur kafli úr
grein um skáldið eftir Þorstein Gíslason ritstjóra og skáld (Óðinn,