Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 53

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 53
51 Sovétríkin ekki lengur „lokaS land.“ Breytingin kernur einnig fram i því að Sovétríkin eru ekki lengur lokað land. Vakti það óskipta athygli allra Norðurlanda fréttamanna á fundinum með Valdimir I. Babkin, er hann gerði þeim grein fyrir þróuninni á sviði ferðamála í Sovétriíkjunum, en hann kvað skilning ráðandi manna á mikilvægi þessara mála hafa farið mjög vaxandi, og það væri unnið skipulega að því að húa svo í haginn að geta tekið við sívaxandi ferðamannastraumi, en eins og fyrr hefir verið getið er tala erlendra ferðamanna komin upp í milljón á ári, og sem að likum lætur flestir frá Bandaríkjunum, en Bandarikjamennn ferðast manna mest. Babkin minntist námsferils og dvalar í Noregi þakklátlega, kynna og áhrifa. Mér fannst til um þann leiðtoga, sakir glæsileika hans og frjálsmannlegrar framkomu, og frjálslegra skoðana hans um þau mál, er hann ræddi á fundinum. „Moskvu-sirkusinrí‘ Eitt kvöldið sem við vorum í Moskvu vorum við boðnir í hring- sviðsleikhúsið í Moskvu. Var það tilhlökkunarefni mikið, að sækja þá skemmtun. því að öllum var okkur það mæta vel kunnugt, að engin þjóð á frægari fjöllistamenn en Bússar. Á skemmtun þeirri, sem þar var var skautasvell á hringsviðinu, og allt sem fram fór á skautum, listdansar, „skautasvells-ballett“. Var það mikil uppbót eftir að hafa misst af Bolshoi-ballettinum, að njóta þessarar skemmtunar, svo af- hragðs snjallir voru þeir karlar og konur, sem þarna komu fram, í hópsýningum og para- og sólósýningum, og ekki er ég trúaður á, að hinar „fagurlimuðu ballerinur“ í Bolshoileikhúsinu, sem hinn sænska kollega minn dreymdi um (okkur hina líka) jafnist á við skautasvells- meyjarnar að líkamsfegurð, hvað sem öðru líður. Trúðarnir léku sitt hlutverk af mikilli prýði, en langmestan fögnuð vakti þó sá flokkur- inn, sem ekki hefur enn verið nefndur, en þar var hópur Sibiríu- bjarndýra, sem þarna komu fram, — öll á skautum, sem að líkum lætur. Gerðu þau ýmsar kúnstir á svellinu og þjálfarinn dansaði vals við einn björninn, sem hallaði undir flatt með ánægjusvip, á meðan, en langmestan fögnuð vakti keppni í íshockey. Einn hjarnanna var langslyngastur i að skjóta í mark, og lék á hvern hinna af öðrum, til þess að ná frá þeim völunni og renna með hana í skotfæri fyrir fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.