Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 12

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 12
10 Á tímum frá innrás Kelta á Mön til brottfarar Rómverja frá Bret- landi árið 410 er ekkert vitað um sögu Manar og íbúa hennar. Það var tími dularfullrar einangrunar. Fyrsta kirkjan Langur tími leið frá þeim tíma, er kristniboðar fóru fyrst að leggja leið sína til Manar, þar til kirkja var reist þar, en það var einhvem tíma á fimmtu öld, og reistu hana munkar, lærisveinar Patreks helga á eyju, sem þeir kenndu við hinn helga mann, og kölluð St. Patrick’s Isle, og var kirkjan honum helguð. Það var ekki fyrr en á víkinga- tímanum svo nefnda sem fyrsta tilraun var gerð til þess að skrá sögu Manarkonunga, og kirkjulífs. Hana byrjaði ábótinn af Rushen 1188, og nefndist hún „Chronica Regum Manaiae et Insularium“ (Manar- konungasögur og eyjanna), og var þvi haldið, áfram til ársins 1316, er klaustrið var lagt í rústir í árás. Þetta handrit er nú eign British Museum í Lundúnum. Þar segir að Inis Patrick eða St. Patricks Isle hafi verið höfuðstöð Manx-kirkjunnar, og St. German fyrsti biskup á eyjunni. Koma víkinga Víkingar réðust fyrst á Mön árið 798, rændu og rupluðu, drápu fólk og skildu eftir bnmarústir þar sem áður bjó friðsamt fólk, sem gat lítilli eða engri vöm við komið. Landnám víkinga á Mön átti sér stað 850-900 og komust yfirráð á eyjunni þá í hendur norrænna kon- unga í Dyflinni. Haraldur Noregskonungur hertók „Vestureyjamar“ ("Westem Isles), Skye, Mull og Islay, og þar næst Mön og stofnaði konungdæmið „SuSureyjar og Mön“. Biskupstitilinn „The Bishop of Sodor and Mann“ — enn við lýði, minnir á þetta. Það yrði of langt mál, að rekja söguna þann tíma, sem Mön var undir yfirráðum norskra konunga (855-1266), en þá komst hún undir skozk yfirráð, og var það þar til hún komst undir ensku krúnuna (1765), eða helztu við- burði aldanna, sem komu í kjölfar víkingatímans, en allt er þetta mikil saga, — örlagaríkra atburða og átaka milli Skota og Englend- inga — og baráttusaga litillar eyþjóðar fyrir sínu norræna ætterni af órofa tryggð við hið bezta í þeirri arfleifð, sem hún eim ber svip-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.