Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 20

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 20
18 (Hrafnsey), en þar gekk Guðröður konungur á land með sex hundruð manna lið og vann sigur á Manarbúum. Einnig má nefna Langness (Langanes), og áður voru nefnd Tynwold (Þingvöllur) og The Law Mountain. Svartagil. Nálægt Laxey er mikið af giljum (glens) og gilskorningum, eða á leiðinni norður til Hrafnseyjar, og þeirra einna frægast er The Dhoon Glen (Svartagil), af keltneska orðinu Dhoo, svartur. .Gata er um gilið, sem minnir á reiðgötur í okkar landi, og bggur um skóg, þar til komið er á stað, þar sem allt í einu sér til sjávar. Sú sjón, sem þar blasir við í góðu veðri, er svo heillandi, að það eitt eru rikuleg laun fyrir að leggja á sig gönguna. í um þriggja kílómetra fjarlægð er annað gil, Glen Mona, en nyrzt á eynni er Ayrhöfði, og þar er viti, og útsýnispallur efst í honum, og er þar gaman að vera í heiðskíru veðri, og naut ég þeirrar ánægju. Gamlar sagnir eru enn við lýði um að þaðan sjáist til fimm landa, þar sem konungar ríkja eða ríktu: Skotlands, Englands, Wales og frlands, en hið fimmta Mön, þar sem norrænir konungar eitt sinn ríktu. f bókinni 1 vesturvíking, viðtals- bók Guðmundar G. Hagalín við sæmdarmanninn Jón Oddsson skip- stjóra, sem var útgerðmarmaður í Grimsby, er sagan sögð þannig, að fimmta konungsríkið væri himnanna riki. Jón Oddsson, maður ein- arður, vammlaus og vinsæll í Grimsby, varð fyrir því óláni á tíma síðari heimsstyrjaldar að vera rægður fyrir að vera vinveittur nas- istum, og dæmdur, þótt saklaus væri, til útlegðar og fangabúðavistar á Mön, og er frá þessu ýtarlega sagt í bók Hagalíns. Að þrautum og þjáningum fangabúðanna loknrnn settist hann að á Mön með trúfastri konu og syni, dvaldist þar allmörg ár og gerðist stórbóndi, en fluttist síðar heim. Er öllu þessu rækilega lýst í bókinni, en hún rnirn vera uppseld fyrir allnokkru. The Laxey Wheel — Lady Isabella. í dalnum upp af bænum Laxey er hið fræga „Laxey-Wheel“, eða Laxeyjar-vatnshjólið, í daglegu tali oft kallað „Lady fsabella“. Það var reist 1854, upphaflega til þess að dæla vatni úr blýnámum, og dældi yfir eitt þúsundum lítrum af vatni á mínútu af 400 metra dýpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.