Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 40
38
Isafold, hve miklar mætur Jón Sigurðsson hafði á homnn og skáld-
skap hans“.
Eldri myndin af föður mínum mun verða meðal þeirra mynda,
sem í undirbúningi er að koma fyrir á minningarhæð, í húsi Jóns
Sigurðssonar í Khöfn, og myndunum öllum ætlaður þar frambúðar-
staður. Hefi ég nú afhent Lúðvík Kristjánssyni rth. eldri myndina,
að ósk hans, en hann vinnur að undirbúningi sýningarinnar. Sú mynd
er stækkuð, en stækkunina gerði Jón Kaldal ljósmyndari. Hann tók
fyrir mig myndir eftir frummyndunum og tókst það svo vel, að þær
eru miklum mun skýrari, en frummyndirnar, og tókst prentun þeirra
í Timanum furðu vel.
Einhverra orsaka vegna fór það fram hjá mér á sínum tíma (1959),
— eða það var falið í einhverju hugarskoti, er ég skrifaði grein mína,
að Guðmundur Daníelsson rithöfundur skrifaði mjög lofsamlegan rit-
dóm um útgáfu Leifturs á ljóðmælum föður míns, og svo rifjaðist
þetta allt í einu upp, og hafi ég ekki þakkað Guðmundi fyrr þá geri
ég það nú.
Þessi ritdómur birtist í Vísi og er nú birtur aftur í þessu hefti
Rökkurs. 9/10-74,