Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 55

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 55
53 á fljótinu, og hófst sú ferð 1-2 klukkustundum eftir að venjulegum vinnutíma lauk. Taka vil ég fram, að við fórum úr miðhluta borgar- innar upp fljótið nálægt mörkum hennar, en þar fórum við úr henni og ókum i bifreiðum inn í borgina. Á fljótinu voru bæði hraðferjur, sem komu við á færri stöðum, og þær sem komu víða við. Veður var hið fegursta um kvöldið, logn og notalega hlýtt, eitthvað undir 30 stigum á Celsíus eftir mest 36 um hádaginn. Hér gafst hið ágætasta tækifæri til þess að virða fyrir sér húsaraðir þessarar milljónaborgar, þar sem menn hafa á tilfinning- unni, að straumar bæði frá Evrópu og Asíu leiki kringum mann, renni þar saman, og hinna einkennilegustu áhrifa frá þessum straumum gæti af á vangi hugans. Á allri leiðinni gat að líta miklar, reisulegar byggingar, stórar verksmiðjur, reykháfa, nýtízku háhýsi — og kirkjutumar gnæfðu um alla borgina. Kirkjurnar eru sumar söfn nú og srnnar kunna að standa auðar tíðum, og kenna sumir tun baráttu gegn trú og kirkju, og þó heyrir maður, að á helgihátíðum ársins séu kirkjumar troðfullar, og virðist munurinn hvað kirkjusóknina varðar því næsta lítil frá því sem er í vestrænum löndum víða og meðal annars í okkar eigin landi. En lifir ekki trú allsstaðar — í allra hjörtum — hvað sem andkristni og kirkjusókn líður? Þegar dregur nær útjaðri horgarinnar eru víða tilbúnar gras- brekkur niður að fljótinu og í þessum brekkum er fólk nú að klæða sig eftir að hafa farið út í eða sólað sig í, eftir að hafa dýft sér í fljótið. Vatnið í fljótinu er óvanalega hreint af vatni í stórborgarfljóti að vera, enda er þarna önnur á minni, sem leidd var í ræsi undir borginni, til þess að skola burt öllu skólpi. Fólkið. Þótt gaman væri að virða fyrir sér í kvöldkyrrðinni allt, sem gat að líta á bökkunum, var það þó fólkið sjálft sem dró meira að sér athyglina, en þarna gafst alveg sérstakt tækifæri til þess að virða fyrir sér borgarbúa af báðum kynjum, á öllum aldri og af ýmsum stéttum. Eins og á götunum vekur það athygli manns, að týpumar eru fleiri með austrænum svip en í vestrænum löndum, og innan um — eins og í mannhafi allra stórborga — gat að líta mjög fagurt fólk, en allt var það fólk, sem við sáum á götunum og á ferjunni, koma og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.