Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 50
48
að njóta góða veðursins og skoða okkur um á eigin spýtur — og sáum
við eftir því síðar, að hafa ekki litið inn í GUM, því að við fengum
blátt áfram ekki tækifæri til þess síðar, að heitið gæti, að verzla ann-
ars staðar en í alþjóðaverzlununum — og var það eingöngu vegna
þess hve dvölin var stutt. —- Geta vil ég þess hér meðan ég man, ef
einhver vildi vita eða þyrfti um það að vita, að í rúblunni eru 100
kópek, og er verðgildið miðað við dollar 90 kópek en 2,52 rúblur jafn-
gilda sterlingspundi.
Við létum okkur nægja að þessu sinni að renna augum úr nokk-
urri fjarlægð á grafhýsi Lenins og þá miklu fylkingu, sem ætlaði að
leggja leið sína um það þá um daginn, en þarna mun hafa verið allt
að 3. kílómetra löng breiðfylking fólks, greinilega úr öllum áttum
hins víðlenda Sovét-samveldis og mjög margt ferðamanna erlendis frá.
Hjarta borgarinnar — og alls Sovétsamveldisins.
Þegar við næst komum þarna og nú við leiðsögn Zoyu Kuran-
ohevu var sama góðviðrið og enn heitara — 36 stiga hiti þegar heitast
var, og fólk því léttklætt. I allri mannmergðinni á götunum og torginu
sást vart eða ekki karlmaður i jakka eða kvenmaður í sokkum.
Það er ávallt gaman að virða fyrir sér fólkið hvar sem er og þarna
í breiðfylkingunni á torginu gat að líta margar týpur frá hinum og
þessum samveldis-lýðveldum og öðrum löndum og álfum, en af einni
milljón ferðamanna, sem koma árlega til Sovétríkjanna nú frá öðrum
löndum, koma flestir frá Bandarikjunum. Mér flaug í hug, á þessari
stundu, að gaman væri að geta svipazt um í hugarheimum þeirra,
sem leggja leið sína um grafhýsið og þaðan í helgidóma Kreml, dóm-
kirkjurnar þrjár Uspenskydómkirkjuna frá 1479, Blagoveschensky-
frá 1489 og Arkhangelskydómkirkjuna frá 1505, að ógleymdum
smærri kirkjum og þjóðminjasafninu. Vafalaust er það mikil stimd í
lifi þeirra, sem aðhyllzt hafa og dá Lenin, að ganga um grafhýsi hans,
og óneitanlega viðburður eigi smár í lífi annarra, sem þarna koma, en
er ekki með þessu hálfsögð sagan og hvergi nærri það? Hvers vegna?
Vegna þess, að „Kreml er hjarta Moskvu og meir en það — hún er
hjarta alls Sovétríkjasambandsins“ — hún er háborg þess orpin ljóma
mikillar sögu og mikilla örlaga, og tákn órofa tengsla við liðna tíð —■
tákn þess sem alltaf lifir í þjóðarsálinni og er „sunnar og ofar öllu
öðru.“