Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 36

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 36
34 á sínum tíma. Með þeirri snilldar þýðingu vann hann hjörtu ungra sem gamalla. Og sum af kvæðum Steingríms verða manni hugstæð og ógleymanleg allt til æviloka. Párari þessara lína minnist þess einn- ig, að eitt sinn vildi hann gefa 10 ár af ævi sinni fyrir að hafa ort Svanasönginn á heiSinni. Nú tímir hann því ekki lengur. F.kki vegna þess, að afstaða hans til kvæðisins sé breytt, heldur hins, að hann er orðinn nízkur á þau ár, sem hann kann að eiga eftir. Og oft hefir hann staðið sjálfan sig að því, á rölti í framandi horg, að vera — allt í einu og án nokkurs sérstaks tilefnis — farinn að raula: „Ég veit eitt hljöö —“. Það var rödd Islands, sem kallaði gegnum munn Steingrims Thorsteinssonar. Ástsæld Steingríms Thorsteinssonar sem skálds var mikil. Við fregnina um andlát hans, árið 1913, orti Indriði skáld Þorkelsson: Andaðan Steingrím segir okkur síminn, Sá var nú löngum bragmjúkur og glíminn. En hann, sem að tilbað hjartans unga þráin, Hann var nú raunar fyrir löngu dáinn. Ýmsum bregzt hugsun, exm þótt ræði og skrifi. Allmörgum tekst að deyja, þótt þeir lifi. Honum tókst líka það, sem auðnast eigi, Nema útvöldum fám, að lifa þótt hann deyi. Við þetta þori ég engu að bæta. Ég er svo hræddur um, að mér „bregðist hugsun.“ Þetta er orðið lengra mál en ég ætlaði, en tel rétt að minnast ör- lítið á önnur verk föður míns, sem út komu undangengna hálfa öld og vel það, og get þá fyrst bóka, sem komu út hjá öðrrnn bókaútgáfu- fyrirtækjum: VarnarrœSa Sókratesar, eftir Platón, útgáfa dr. Sig. Nordal (1925, þjóðvinafél.). Samdrykkjan, eftir Platón. Ævintýri og sögur, eftir H.C. Andersen, 4. útg. 1971 (Æskan). Fyrsta útgáfa, tvö bindi 1904 og 1908 (Guðm. Gamalíelsson). Aðrar útgáfur 1920, 1937 (einstök bindi) og alls verksins 1950. Mörg ævin- týranna hafa verið sérprentuð. Samkvæmt samningi þeirra milli skuldbatt faðir minn sig til að „þýða svo sem svarar minnst 20. örkum af H.C. Andersens ævintýr- um og sögum, er bókbindari hr. Guðm. Gamalíelsson ætlar að gefa út,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.