Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 46

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 46
44 skammri stundu í 26.000 feta hæð og lenti á Sheremetyevo-flugvelli við Moskvu eftir tveggja klukkustunda flug og var þá klukkan 7.30 eftir Moskvu-tíma. Leiðin lá um grafhýsi Lenins — í helgidóma Kremlkirkna Flugstöðvarbyggingum á alþjóðaflugvöllum svipar svo mjög hverra til annarra, að þær vekja ekki sérstaka athygli ferðalanga, sem víða hafa farið. Og í Sheremetyevo-flugstöðinni, sem er um 35 km fjar- lægð frá Moskvu, og er alþjóðaflugstöð hennar, eru byggingar, skipu- lag og afgreiðslutiltögun með sama hætti og gengur og gerist í slík- um flugstöðvum í öðrum löndum — aðeins nafn borgarinnar á rúss- nesku MOCKBA — með risastórum stöfmn á aðalbyggingunni, vakti sérstaklega athygli mína. Öll afgreiðsla gekk mjög greiðlega. Vega- bréf voru tekin til skoðunar sem að líkum lætur, en öllum farþegum afhent þau aftur áður en ekið var til borgarinnar. Fyrir voru til þess að taka á móti okkur fulltrúar INTOURIST — ferðaskrifstofu ríkisins — þeirra meðal tvær stúlkur, sem áttu að vera túlkar okkar og til leiðbeiningar og annarrar aðstoðar. — önnur þeirra — Zoya Kurancheva, reyndist ágætlega fær í enskri tungu og hafði jafnan greið og ýtarleg svör á takteinum, hvað sem um var spurt. Sjálfur Wladimir I. Babkin, ráðherra og yfirmaður ferðamála, bar það lof á hana, er við sátum fund með honum og helztu starfs- mönnum hans i Intoruist, að hún væri fremst allra hvað hæfileika og reynslu snertir í hópi hinna mörgu, sem stofnunin hefði til leið- beiningar gestum og ferðafólki. Hin stúlkan, Nelly Katzelman, talaði sænsku og þýzku og varð ekki síður vinsæl í okkar hópi. Og Zoya Kurancheva lét dæluna ganga á leiðinni inn í Moskvu og fræddi okkur um eitt og annað. Var frásögn hennar fjörleg og „stytti leiðina“ inn í borgina, en landslag er heldur sviplítið og „lítið fyrir augað“. Og mun ég nú rekja það helzta, sem fyrir augum bar og á daga okkar dreif, þann stutta tíma, sem við gátum dvalið í Moskvu, og vek athygli á, að þótt við færum víða um borgina og sæjum margt, miðað við dvalartímann, voru þessi kynni eins og dreypa á glasi með góðum miði, sem ganga varð frá án þess að geta notið hans nema að litlu leyti. Hafa mun ég í huga, að skjóta inn í frásögnina fróð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.