Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Side 46

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Side 46
44 skammri stundu í 26.000 feta hæð og lenti á Sheremetyevo-flugvelli við Moskvu eftir tveggja klukkustunda flug og var þá klukkan 7.30 eftir Moskvu-tíma. Leiðin lá um grafhýsi Lenins — í helgidóma Kremlkirkna Flugstöðvarbyggingum á alþjóðaflugvöllum svipar svo mjög hverra til annarra, að þær vekja ekki sérstaka athygli ferðalanga, sem víða hafa farið. Og í Sheremetyevo-flugstöðinni, sem er um 35 km fjar- lægð frá Moskvu, og er alþjóðaflugstöð hennar, eru byggingar, skipu- lag og afgreiðslutiltögun með sama hætti og gengur og gerist í slík- um flugstöðvum í öðrum löndum — aðeins nafn borgarinnar á rúss- nesku MOCKBA — með risastórum stöfmn á aðalbyggingunni, vakti sérstaklega athygli mína. Öll afgreiðsla gekk mjög greiðlega. Vega- bréf voru tekin til skoðunar sem að líkum lætur, en öllum farþegum afhent þau aftur áður en ekið var til borgarinnar. Fyrir voru til þess að taka á móti okkur fulltrúar INTOURIST — ferðaskrifstofu ríkisins — þeirra meðal tvær stúlkur, sem áttu að vera túlkar okkar og til leiðbeiningar og annarrar aðstoðar. — önnur þeirra — Zoya Kurancheva, reyndist ágætlega fær í enskri tungu og hafði jafnan greið og ýtarleg svör á takteinum, hvað sem um var spurt. Sjálfur Wladimir I. Babkin, ráðherra og yfirmaður ferðamála, bar það lof á hana, er við sátum fund með honum og helztu starfs- mönnum hans i Intoruist, að hún væri fremst allra hvað hæfileika og reynslu snertir í hópi hinna mörgu, sem stofnunin hefði til leið- beiningar gestum og ferðafólki. Hin stúlkan, Nelly Katzelman, talaði sænsku og þýzku og varð ekki síður vinsæl í okkar hópi. Og Zoya Kurancheva lét dæluna ganga á leiðinni inn í Moskvu og fræddi okkur um eitt og annað. Var frásögn hennar fjörleg og „stytti leiðina“ inn í borgina, en landslag er heldur sviplítið og „lítið fyrir augað“. Og mun ég nú rekja það helzta, sem fyrir augum bar og á daga okkar dreif, þann stutta tíma, sem við gátum dvalið í Moskvu, og vek athygli á, að þótt við færum víða um borgina og sæjum margt, miðað við dvalartímann, voru þessi kynni eins og dreypa á glasi með góðum miði, sem ganga varð frá án þess að geta notið hans nema að litlu leyti. Hafa mun ég í huga, að skjóta inn í frásögnina fróð-

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.