Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Side 20
18
(Hrafnsey), en þar gekk Guðröður konungur á land með sex hundruð
manna lið og vann sigur á Manarbúum. Einnig má nefna Langness
(Langanes), og áður voru nefnd Tynwold (Þingvöllur) og The Law
Mountain.
Svartagil.
Nálægt Laxey er mikið af giljum (glens) og gilskorningum, eða
á leiðinni norður til Hrafnseyjar, og þeirra einna frægast er The
Dhoon Glen (Svartagil), af keltneska orðinu Dhoo, svartur. .Gata er
um gilið, sem minnir á reiðgötur í okkar landi, og bggur um skóg,
þar til komið er á stað, þar sem allt í einu sér til sjávar. Sú sjón, sem
þar blasir við í góðu veðri, er svo heillandi, að það eitt eru rikuleg
laun fyrir að leggja á sig gönguna. í um þriggja kílómetra fjarlægð
er annað gil, Glen Mona, en nyrzt á eynni er Ayrhöfði, og þar er viti,
og útsýnispallur efst í honum, og er þar gaman að vera í heiðskíru
veðri, og naut ég þeirrar ánægju. Gamlar sagnir eru enn við lýði um
að þaðan sjáist til fimm landa, þar sem konungar ríkja eða ríktu:
Skotlands, Englands, Wales og frlands, en hið fimmta Mön, þar sem
norrænir konungar eitt sinn ríktu. f bókinni 1 vesturvíking, viðtals-
bók Guðmundar G. Hagalín við sæmdarmanninn Jón Oddsson skip-
stjóra, sem var útgerðmarmaður í Grimsby, er sagan sögð þannig, að
fimmta konungsríkið væri himnanna riki. Jón Oddsson, maður ein-
arður, vammlaus og vinsæll í Grimsby, varð fyrir því óláni á tíma
síðari heimsstyrjaldar að vera rægður fyrir að vera vinveittur nas-
istum, og dæmdur, þótt saklaus væri, til útlegðar og fangabúðavistar
á Mön, og er frá þessu ýtarlega sagt í bók Hagalíns. Að þrautum og
þjáningum fangabúðanna loknrnn settist hann að á Mön með trúfastri
konu og syni, dvaldist þar allmörg ár og gerðist stórbóndi, en fluttist
síðar heim. Er öllu þessu rækilega lýst í bókinni, en hún rnirn vera
uppseld fyrir allnokkru.
The Laxey Wheel — Lady Isabella.
í dalnum upp af bænum Laxey er hið fræga „Laxey-Wheel“, eða
Laxeyjar-vatnshjólið, í daglegu tali oft kallað „Lady fsabella“. Það
var reist 1854, upphaflega til þess að dæla vatni úr blýnámum, og
dældi yfir eitt þúsundum lítrum af vatni á mínútu af 400 metra dýpi.