Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Page 53
51
Sovétríkin ekki lengur „lokaS land.“
Breytingin kernur einnig fram i því að Sovétríkin eru ekki lengur
lokað land. Vakti það óskipta athygli allra Norðurlanda fréttamanna
á fundinum með Valdimir I. Babkin, er hann gerði þeim grein fyrir
þróuninni á sviði ferðamála í Sovétriíkjunum, en hann kvað skilning
ráðandi manna á mikilvægi þessara mála hafa farið mjög vaxandi,
og það væri unnið skipulega að því að húa svo í haginn að geta tekið
við sívaxandi ferðamannastraumi, en eins og fyrr hefir verið getið er
tala erlendra ferðamanna komin upp í milljón á ári, og sem að likum
lætur flestir frá Bandaríkjunum, en Bandarikjamennn ferðast manna
mest. Babkin minntist námsferils og dvalar í Noregi þakklátlega,
kynna og áhrifa. Mér fannst til um þann leiðtoga, sakir glæsileika
hans og frjálsmannlegrar framkomu, og frjálslegra skoðana hans um
þau mál, er hann ræddi á fundinum.
„Moskvu-sirkusinrí‘
Eitt kvöldið sem við vorum í Moskvu vorum við boðnir í hring-
sviðsleikhúsið í Moskvu. Var það tilhlökkunarefni mikið, að sækja þá
skemmtun. því að öllum var okkur það mæta vel kunnugt, að engin
þjóð á frægari fjöllistamenn en Bússar. Á skemmtun þeirri, sem þar
var var skautasvell á hringsviðinu, og allt sem fram fór á skautum,
listdansar, „skautasvells-ballett“. Var það mikil uppbót eftir að hafa
misst af Bolshoi-ballettinum, að njóta þessarar skemmtunar, svo af-
hragðs snjallir voru þeir karlar og konur, sem þarna komu fram, í
hópsýningum og para- og sólósýningum, og ekki er ég trúaður á, að
hinar „fagurlimuðu ballerinur“ í Bolshoileikhúsinu, sem hinn sænska
kollega minn dreymdi um (okkur hina líka) jafnist á við skautasvells-
meyjarnar að líkamsfegurð, hvað sem öðru líður. Trúðarnir léku sitt
hlutverk af mikilli prýði, en langmestan fögnuð vakti þó sá flokkur-
inn, sem ekki hefur enn verið nefndur, en þar var hópur Sibiríu-
bjarndýra, sem þarna komu fram, — öll á skautum, sem að líkum
lætur. Gerðu þau ýmsar kúnstir á svellinu og þjálfarinn dansaði vals
við einn björninn, sem hallaði undir flatt með ánægjusvip, á meðan,
en langmestan fögnuð vakti keppni í íshockey. Einn hjarnanna var
langslyngastur i að skjóta í mark, og lék á hvern hinna af öðrum, til
þess að ná frá þeim völunni og renna með hana í skotfæri fyrir fram-