Veiðimaðurinn - 01.12.1940, Qupperneq 11
Hrauntangar ganga út í vatnið ann-
ars vegar, þar er aðdjúpt, fisköndin
kafar þar rauðeygð og áhugasöm. Við
ströndina, í gjótum og glufum, vex
hvannstóð og burkni. Þú getur lagt frá
þér stöngina og synt út í hólmann. Þar
vex mjaðurt, blóðberg og blágresi, en
öndin hefir verpt í gulvíðisrunna, 12
grænblá egg liggja í mjúkum dún-
hring — láttu þau liggja kyrr, það er
meira gaman að því, eftir nokkra daga,
þá hættir öndin að hræðast þig, og bið-
ur um vernd.
Þú gleymir stund og stað, nótt og
degi, mánuði og ári, ef til vill verður
þú skyggnari og skilur vatnið, sérð að
það hefir sína eiginleika og fegurð.
Tvídægruvötn, Fiskivötn, Ánavötn,
hversu ólík eruð þið.
Veiðimaðurinn verður að hafa auga
fyrir lögun og lit silungsins. Aurriði
úr Fiskivötnum eystri, brúnn, bolstutt-
ur með stórar rauðar doppur, er ólík-
ur Þingvalla-aurriða, sem líkist mest
sjóbirting.
Bleikja úr Hvítárvatni er með stál-
blátt bak og zinnoberrauðan kvið, hún
er rennilegust allra bleikjutegunda í
fjallavötnunum.
1 kvíslum Ullarvatna hefi ég veitt
gulsvartan aurriða, — uggamikinn
straumvatnafisk. Einnig við Hattavers-
lindir.
Eitt sinn lágu digrir aurriðar við
Reykjarvatnsós og enn liggja þeir við
Breiðavatnsstokk.
Reynið gráar flugur að morgni, og
dökkar, er fyrstu kvöldskuggarnir
færast yfir dalinn; dökk bromborin-
girni og léttar stengur.
Stundum fer það svo, að margur urrið-
inn er laginn við að „hrista úr sér“, og
hent getur það mann, að hitta slíkan
ærslabelg, að hann sprelli í loftinu á
með.an hann getur.
Morgunveiði — fjallvatna-nnið:.
Ljúfustu endurminningarnar eru frá
vötnunum bláu. — í tibrá molluheitra
daga og sandbyljum rosalegra ofveðra,
finnum við andstæðurnar sem veita líf-
inu gildi.
Margur veiðimaðurinn, sem þreyttur
er á kapphlaupinu um stóru árnar — og
öllu ónæðinu sem þeim fylgir, — leitar
til fjallanna og finnur þar aftur hina
sönnu veiðigleði.
Tínið kalvið eða hafið meðferðis dá-
lítið af viðarkolum og reynið að steikja
silung við glæður. Þegar kvöldskuggarn-
ir færast yfir, þá setjist þið umhverfis
eldinn með silung á teini, er þið steikið
varlega og berið feiti á roðið, er það fer
að skorpna, neytið svo hvannarótar með.
Kyrrlátt vatnið, bjarmi jökulrand-
anna, dalalæðan á fitjunum og eld-
bjarminn á andlitum félaganna vekja
hjá þér kyrrláta hamingjudrauma.
Við fiskivötn eystri — Skálavatn.
45