Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Side 25

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Side 25
þroska, og ef þau voru kreist, var hægt að frjóvga með sviljum þeirra hrogn úr fullorðnum hrygnum. Og afkomendurnir urðu myndarlegir og hraustir fiskar og að öllu leyti sambærilegir við afkomend- ur fullvaxinna foreldra, jafnt um stærð og annað. En það var enn á liuldu, hvort hæng- seiðin mundu dreifa sviljum sínum og frjóvga hrogn fullorðnu lirygnanna við náttúrlegar aðstæður og hjálparlaust. Ail- an tímann, sem við vorum í athugunar- skýlinu, sáurn við aldrei seiði gefa eitt frá sér svil. Fullorðinn hængur var alltaf með því, og báðir hængarnir, sá fullorðni og seiðið, bunuðu úr sér sviljunum á sama andartaki. Þetta torveldaði mjög ná- kvæma rannsókn, því að litskýið frá svilj- unum úr fullorðna hængnum huldi seið- ið, svo að ógerlegt var að sjá, livað raun- verulega gerðist. Eftir hundruð klukkustunda við at- huganir og tilraunir, sem reyndu á þolin- mæðina, heppnaðist dr. Jones að ná myndum af allri athöfninni og fá óyggj- andi sönnun fyrir því, að hængseiðið að- stoðar raunverulega við frjóvgunina með því að buna úr sér sviljum sínum á sömu stundu og stóri hængurinn. Myndirnar voru ekki aðeins teknar í svörtu og livítu heldur líka í „slow motion“. Þær sýna alla athöfnina, og nú vitum við, að seiðið hegðar sér nákvæmlega eins og fullorðni hængurinn, með þeirri raunalegu undan- tekningu einni, að það tvístrar hrognun- um. Afleiðing þess, að seiðið liggur við gotrauf hrygnunnar hlýtur óhjákvæmi- lega að verða sú, að það er mjög nærri holunni, sem hrognin eiga að fara í, og Gothola, sem rutt hefur verið ofan af. Átla þuml. af möl voru ofan á hrognunum. — Ljósrn.: J. W. Jones. þar er hættan fólgin. Þegar hrygningunni er lokið og litla krílið hefur losað sig við svilin, þýtur það burtu og tvístrar uin leið einhverju af hrognunum, og þau berast samstundis burt með straumnum. Það er að vísu ekki mikið sem fer for- görðum í hvert skipti — ef til vill 20 eða 30 hrogn — en þetta skeður svo til við hverja hrygningu, og því verður heildar- tjónið gífurlegt. Meðan seiðið er að buna úr sér svilj- unum, titrar það óskaplega. Það gapir eins og skoltarnir leyfa, og vafalítið er sæluvíma þess eins mikil og fullorðna fisksins, og jafnvel ennþá meiri, ef dæma má eftir hinum ofsalegu tilburðum. Þegar ég minntist á það hér á undan, að fullorðnu hængarnir væru alltaf á verði gegn óboðnum gestum, hefði ég átt að bæta því við, að þeir virðast láta sér návist hængseiðanna í léttu rúmi liggja. Hvort ástæðan er sú, að hængurinn finni yfirburði sína, verður ekki vitað, en hann Veiðimaðurinn 15

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.