Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 35

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 35
henti mjög sjaldan og óvíða í íslenzkum veiðivötnum. Skotlína no. 10 vegur um 18—19 gr, er auðveld fyrir duglega og miðlungs dug- lega einhendisstöng og mjög lipur í notk- un fyrir veiðimanninn. Torpedólínan GAF, úr silki, er t. d. hámarksbungi Stórfiskavötn í Alpaíjöllum. Frá því er sagt í ritinu The Fishing Gazette, að austurrískir stangveiðimenn hafi nýlega gefið út pésa með ýmsum upplýsingum um veiðiskap og veiðivötn í Austurríki. Eitt af því, sem þar má lesa, er að í sumum vötnum í austurrísku Ölp- unum sé geysilega stór silungur. Hvað ekki vera óalgengt að þar veiðist fiskar, sem vega frá 40—50 ensk pund og nokkr- ir hafa fengizt, sem voru 60 ensk pund eða jafnvel þar yfir. Mun þetta vera urr- iði. Ekki er þess getið sérstaklega, hvort þessir boltar hafa veiðst á stöng, en svo verður þó að ætla. Ekki voru þó svo stór- ir vatnasilungar á skrá yfir heimsmetin, sem kom í einhverju erlendu veiðiriti fyr- ir um það bil 10 árum og var í meginat- riðum tekin upp í 21. hefti Veiðimanns- ins. Hærra í ölpunum eru góð bleikjuvötn og í lækjum er bæði urriði og bleikja. Gæti verið gaman fyrir íslenzka stang- veiðimenn, sem leið kynnu að eiga um Austurríki, að kynna sér þetta betur og ef til vill freista gæfunnar við þá stóru, ef svo bæri undir. Ritstj. torpedólína í veiðiskap með einhendis- stöng, og er ca. no. 7, og vega þó fremstu 30 fetin ekki nema 12—15 gr. Það er því augljóst, að kastlínan „stendur“ betur í vindi heldur en torpedólínan, og þó er torpedólínan að þessu leyti harðari af sér en „dobbeltaðeraða“ línan. Og eitt er það ennþá, sem mér finnst mæla með skotlínunni, en það er, að það tekur mann aðeins örfáar mínútur að skifta yf- ir frá hægsökkvandi línu til flotlínu, en flotlínur eru allt að því ómissandi fyrir okkur, sem erum vanir þægindunum við að hafa flotlínu til veiða á sérlega grunnu og lygnu vatni, og þar sem við viljum veiða, eða draga fluguna, sérlega hægt, án þess að eiga sífellt á hættu að „missa' hana í botninn. Vilji maður geta skift sæmilega auðveldlega milli flot- og sökk- línu með torpedo- eða dobbeltaperaðri línu, þarf á hinn bóginn að hafa tvö hjól, sitt með hvorri línunni meðferðis, eða tvær spólur (sína með hvorri línunni) á sama hjólið. Fislétt og sterk einhendis flugustöng, hægsökkvandi skotlína no. 10 á hjólinu, og önnur flot-skotlínuhönk í vasanum, og auðvitað spillir ekki sú þriðja — hrað- sökkvandi — fyrir þau sára fáu tilfelli, þegar við þurfum að drífa fluguna niður í hröðum straumi eða niður á mikið dýpi, — og við erum færir í allan „flugu- sjó“. Og þó — áður en á hólminn er komið, er skynsamlegt og reyndar alveg nauðsynlegt að kynna sér og æfa meðferð tækjanna, til þess að kunna á þeim skil og geta beitt þeim sómasamlega þegar á reynir. Flest stangaveiðifélög landsins aðstoða væntanlega meðlimi sína og fleiri varðandi þá hlið málsins. Veiðimaðurinn 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.