Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 11
SVFR
VEIÐIMAÐURINN ■*.*
MARZ
MÁLGAGN STANGAVEJÐIMANNA Á ÍSLANDI 1962
Ritstjóri: Viglundui Möller, Útgefandi: StangaveiÖifélag Reykjavikur
ÆgissiOu 92, Reykjavík. Afgreiðsla BergstaÖastrœti 12B, Reykjavik.
Simi 13755. PrentaÖ i Ingólfsprenti.
Frá Fiskum til Vatnsbera.
ARIÐ hójst að þessu sinni á mánu-
degi. Samkvæmt jólaskrá Beda prests á þá
að verða „blandinn vetur og hvorkyn-
legur, gott vor, þurrt sumar, veðrátta
vindsöm, heyskapur torsóttur, heilsa
manna ýmisleg, býflugur deyja, tilburð-
ir ske og sjást viða“.
Veturinn, sem nú er að kveðja, hejur
vissulega verið blandinn. Það hejur
gengið á ýmsu um veðráttuna, tjón orð-
ið mikil á lifi og eignum, einkum þeirra,
sem áttu afkomu sina og örlög undir
duttlungum hafsins. Margir vaskir dreng-
ir, sem heilsuðu hinu nýja ári með stór-
um áformum og trú á jramtíðina, gista
nú þá votu gröf, sem orðið hejur hinzti
hvilustaður svo margra islenzkra scefar-
enda jyrr og síðar. Þau haja ojt verið
stór, „hliðin sem hrönn braut i frœnda-
garðinn“, eins og hjá Agli Skallagríms-
syni forðum, og enn getur þjóðin gert
orð hans að sinum og sagt: „Veit ég
ófullt og opið standa sonar skarð er sœr
mér vann“. — Hjá svo örlítilli þjóð sem
oss íslendingum, er missir einnar skips-
hajnar stórt skarð i „frændagarðinn“,
hvað þá ef jleiri týnast. Og svo viða liggja
gagnvegir vináttu og frœndsemi, að ejtir
hvert sjóslys sakna jleiri eða færri í öll-
um landsfjórðungum vinar eða venzla-
manns. Líklegt má því telja, að sumir af
lesendum þessa rits séu i hópi þeirra, sem
nú eiga um sárt að binda, og flytjum vér
þeim samúðarkveðjur.
Beda þrestur segir að vorið eigi að
verða gott, og þvi viljum vér öll trúa.
Þjóðina dreymir alltaf um gott vor, og
eftir svona hamfaravetur má hugsa sér
Veiðimaðurinn
1