Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 28

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 28
týrum í sumar, sem þú telur frásagnar- verð? — Það væri þá helzt að segja frá þess- um þremur, sem ég réði ekki við og allir gengu mér úr greipum. Þeir unnu leik- inn. Sá fyrsti tók lúru, renndi sér á hana í fyrsta kasti og tók hana ofanvatns. — Hann strikaði fyrst svona um hálfan knr eða rúmlega það og þumbaðist svo lengi, án þess að nokkurt lát væri á hon- um; en loks fór hann þó að láta að stjórn og þegar ég hafði verið með hann um 40 mínútur, var svo af honum dregið, að ég var búinn að ná honum upp að landi og hann lagstur á hliðina í vatns- skorpunni — en þá lak lúran úr honum. Það er því heldur mikið sagt, að hann hafi verið óviðráðanlegur, en hann var fljótur að átta sig þegar lúran losnaði. Ég var þá nýbúinn að veiða 18 punda fisk, en þessi var auðsjáanlega miklu stærri. Hann hefur varla verið undir 25 pundum. Sá næsti tók spón og rauk samstundis a. m. k. 150 metra niður ána í einni bunu. Þá tókst mér að snúa lionnm við og ná honum um það bil hálfa leið upp eftir aftur. En þá tók hann roku þvert út í miðja á, líklega um 80 metra, stökk og var af um leið. Hann var alveg óvið- ráðanlegur. Þetta er stærsti lax, sem ég hef séð seinni árin á Iðu. Hann var orð- inn heiðgulur, en hlýtur að hafa verið yfir 30 pund. Þriðji laxinn tók spón líka. Hann fór einnig niður ána í einum spretti um 600 metra. Ég átti mjög erfitt með að fylgja honum eftir, en hékk þó í honurn. Hann var mjög þungur á, en ég sá hann aldrei. Eftir nokkra stund losnaði svo úr honum og draumurinn var búinn. Það hefði óneitanlega verið gaman að ná þeim á land, þessum höfðingjum, en ég sá þó ekkert eftir þeim. Fékk sportið af að setja í þá og takast á við þá, meðan það var. — En livað var hann þungur sá stærsti, sem þú náðir á land? — Hann var 18 pund. Ég held að sá stærsti, sem veiddist þarna í sumar hafi verið unr 20 pund. En það var áreiðan- lega talsvert af mjög vænum laxi, þótt hann næðist ekki, og meðalþyngdin var góð. Ég fékk marga frá 9—17 pund, og það er einmitt stærðin, sem mikið var af fyrr á árum. — Já, þú mátt sannarlega vera ánægð- ur með sumarið. Þeir eru ekki margir, sem geta tíundað svona veiði. — Ég er líka þakklátur. Eins og ég sagði, var lieilsan með bezta móti, og margir, sem þekkja mig, undruðust hve hress ég var og hvað ég veiddi. Heilsu- fari mínu hefur nú verið þannig hátt- að, að ég get ekki sagt að ég hafi verið heilbrigður nema fyrstu 14 ár ævinn- ar. Hin 63 árin hef ég verið meira og minna vanheill. Árið 1951 veiktist ég mjög alvarlega og hef ekki náð mér eftir það fyrr en í sumar. — Hvað heldurðu að þú hafir veitt marga laxa um dagana? — Því miður veit ég það ekki. Ég liélt því ekki saman framan af, og iðrast þess mikið; en síðustu 30 árin hef ég töluna. Það er gaman að fleiru í sambandi við laxinn en að veiða hann. T. d. er bæði fróðlegt og nytsamt að reyna að afla sér vitneskju um líf hans og ferðir. Og af því að hreistrið gefur ýmsar merkileg- 18 Veiðimaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.