Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 51
Kostmót I96f.
Kastmeistarinn, Jon Tarantino, i veiöiferð austur viÖ Sog i ágúst 1959. — Ljósm.: H. Erlendsson.
HÉR skal með örfáum orðum sagt frá
þremur kastmótum, sem haldin voru á
árinu 1961.
1. Kastmót S. V. F. R.
Haldið í maímánuði við Rauðavatn
og á grasvelli. Veður var óhagstætt og
árangur eftir því. Aðstaða á æfingasvæði
félagsins við Rauðavatn hefur reynzt
frekar góð. í þurrkasumrum má þó ætla,
að lítið vatn verði við æfingapallana, er
líða tekur á sumarið.
Kastmót hafa um nokkurt árabil legið
niðri á vegum SVFR. Ber því að fagna
þessari endurvakningu og þeim mikla
áhuga, sem ört fer vaxandi. Á móti þessu
var fyrsta sinni hérlendis keppt í hitti-
köstum með spinn- og kaststöngum. Það
er mjög ánægjulegt að SVFR skuli hafa
forustu í því að bæta við nýjum kast-
greinum hérlendis. Er það mál kunn-
ugra, að meðal áhorfenda og af keppend-
um, séu ekki aðrar kastgreinar jafn vin-
sælar hittiköstum.
Verzlanirnar Hans Petersen, Vestur-
röst, Sport og S. I. S. Austurstr. voru svo
vinsamlegar að gefa bikara til að keppa
um.
Veiðimaðurinn
41