Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 32

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 32
Við töluðum svo ekki meira um þetta, en ég sagði honum £rá samdrættinum í handleggnum. Þá sagði hann: „Þeir segja að þetta sé alveg meinlaust. Það sé bara fitukirtill, en þú skulir gæta þess að nudda hann ekki“. Við þetta jókst traust mitt á báðum. Ég hafði áður reynslu af því, að Friðrik Björnsson væri mjög samvizkusamur maður og góður læknir, en jafnframt var þetta staðfest- ing á áreiðanleik Sesselíusar. Ég gat þess líka við hann í þetta skipti, að ég væri slæmur í mjóhryggnum, hefði þar öðru hvoru verki og stirðleika. Hann sagði að það væri eðlilegt. Ég stæði meira í heil- brigða fótinn og reyndi því misjafnt á. Af þessu legði úr mjöðminni út í neðstu liðina í bakinu og af því stafaði þreytan. Seinna fékk ég samdrátt eða fitukepp undir kverkina, talsvert stóran. Þá fór ég enn til Sesselíusar, og hann sagði að ég skyldi láta lækni athuga þetta Það mundi þó ekki vera illkynjað. Prófessor Snorri Hallgrímsson skar það svo burtu, með sinni alkunnu handlægni. Þegar þetta var allt um garð gengið, kom til mín kunningi minn, sem vissi að ég hafði leitað til Sesselíusar, og spurði mig, hvort ég vildi koma með sér til hans. Ég sagði að það væri velkomið. — Hann hafði samdrátt undir kverkinni, eins og ég hafði haft, og þó minni Hann var búinn að ganga með þetta 4— 5 ár. Matthías Einarsson var læknir hans og hafði viljað taka þetta, en það hafði dregist. Þegar við fórum að tala um þetta við Sesselíus, sagði hann: „Læknirinn segir að þú hafir dregið nokkuð lengi að láta fjarlægja þetta. Maðurinn svarar því til, að læknir sinn hafi nú ætlað að taka það en ekki orðið af því. Hafi lent í und- andrætti. Sesselíus spyr þá, hvort hann vilji að sent sé lieim til hans. Maðurinn þakkaði fyrir og skömmu síðar kvöddum við. Eftir viku hringdi ég til þessa kunn- ingja míns og spurði hann, hvort hann hefði orðið nokkurs var. Hann svaraði því neitandi, en sagði að keppurinn væri horfinn. „Þetta er farið“, sagði hann. „Jæja“, segi ég, „en ég verð nú að fá að sjá og þreifa, eins og lærisveinninn forð- um, án þess þó að ég sé að rengja þig. Komdu til mín við fyrstu hentugleika“. Hann kom daginn eftir og sagði: — „Hérna geturðu séð. Skoðaðu nú á mér hálsinn". Ég gerði það — og mikið rétt: Kýlið var horfið. „Það er rétt — þetta er farið“, segi ég. „Það er ekki um að villast". Þessi maður var Guðjón Kr. Jónsson, klakmaður og laxveiðimaður, sem marg- ir þekktu. Ég held að við látum þetta svo nægja í bili, enda líklega komið nóg fyrir suma. Lét bátinn þreyta hana. TÖLF ára drengur, Alex Skov, frá Örum á Jót- landi, veiddi i fyrra sumar stærstu geddu ársins, á þeim slóðum, með dálítið óvenjulegum hætti. Hann var einn á pramma úti á Ramtenvatni og hafði svo veik tæki, að stór fiskur mundi strax hafa slitið línuna, ef venjulegri aðferð hefði verið beitt, til þess að reyna að þreyta hann. Þegar gedd- an tók, fann Alex litli strax að hún var stór. Hann tók því það ráð, að halda ekki meira en svo við hana, að hún dró p.ammann fram og aftur um vatnið, þangað til hún var orðin uppgefin. Hún var 21 pund. 22 Veidimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.