Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 33

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 33
Halldór Erlendsson: Nokkur orð um flugulínur. ALLAR líkur eru á því, að einn örðug- asti þrándur í götu fluguveiðimanna hafi löngum verið sá, að flestum mun hætta við því í upphafi að vanmeta stórlega hversu mikilvægt það er, að flugulínan sé góð og hentug, og í samræmi við stöng- ina, sem notuð er. Flugulínan er þýð- ingarmesti hluti fluguveiðitækjanna, og í raun og veru er það mjög rökrétt gamla ráðið, að velja fyrst flugulínu, sem hent- ar á væntanlegum veiðislóðum og að- stæðum þar, og fá sér svo stöng, sem lient- ar þeirri línu. Þetta ráð er að vísu ekki alveg eins þýðingarmikið nú seinni ár- in, vegna þess, að ný stangarefni eru komin til sögunnar og nýr byggingarmáti, sem gerir stengurnar mun fjölhæfari en áður var, en hollráð var það samt og er enn. Vanmat á þýðingu flugulínunnar mun hafa orsakað það að margur byrj- andinn hefur byrjað með svo óhentuga línu og ósamstilla stönginni, að jafnvel þaulvönustu flugumenn hefðu engu tauti við slík tæki komið. Og við hverju er þá að búast fyrir þann, sem er að byrja? Einnig er svo þess að gæta, að ekki er, eða a. m. k. hefur ekki verið, alveg nóg að gera sér grein fyrir mikilvægi flugulínunnar, vegna þess, að góðar lín- ur voru bæði tiltölulega dýrar, þangað til gerfiefnin komu til sögunnar að gagni, og svo hitt, að undangengin 10— 15 ár hefur það sífellt orðið erfiðara og erfiðara, að velja sér hentuga línu. — Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú, að fleiri og fleiri efni, mjög mismunandi að eiginleikum, hafa þessi árin verið tek- in í notkun til línugerðar, en númerum þeirra á hinn bóginn haldið næstum því óbreyttum oftast tilgreind í bókstöfum, er táknuðu ákveðinn gildleika línunnar. Til dæmis þýddi HCH línu með þver- máli, 050 úr þumlungi á meginlínunni, en línan mjókkandi líkt til beggja enda ofan í ,025“. Þær upplýsingar, sem slík flokkun veitti, voru sennilega fullnægj- andi, meðan allir línuframleiðendur not- uðu sama efnið, sem þá var silki. Þá þýddi ákveðið þvermál jafnframt ákveð- inn þunga á línunni, en á vel lagaðri línu er það auðvitað fyrst og fremst þung- inn á kasthluta hennar (auk eðlisþung- ans), sem veldur því, hvort línan hentar vel viðkomandi stöng, veiðiaðstöðu og veiðimanni eða ekki. Eðlisþungi línuefnisins hefur engu minni þýðingu en heildarþungi og lög- un flugulínunnar. Hann er skiljanlega það atriðið, er ræður, hvort línan flýtur, marar í yfirborði, sekkur hægt eða sekk- ur hratt, og þessu atriði held ég að langt- um minni gaumur sé gefinn en vert væri. Silkið og gerfiefnin eru með alla- vega og mjög ólíkum eðlisþunga og því mismunandi sökkhraða sem og mismun- andi heiklarþunga, miðað við þvermál, og er því ekki að undra, þótt gömlu Vfiðimaðurinn 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.