Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 40
Prófessor L. R. Donaldson heldur d kynbœttum
kóngslaxi. — Ljósm.: Þór Guðjónsson.
áa og silungavatna. Laxveiðar eru um-
fangsmikill og arðvænlegur atvinnuvegur
og sportveiði er mikið stunduð í sjó, ám
og vötnum. Talið er, að 1960 hafi yfir
20 milljónir stangaveiðimanna veitt í
fersku vatni, en alls hafi um 45 millj.
stangaveiðimanna stundað veiði það ár.
Hafa þeir að sjálfsögðu veitt af fleiri
fisktegundum heldur en laxfiskum Árið
1955 veiddu Bandaríkjamenn nær 70.000
tonn af laxi og mikið magn af silungi.
Hið mikla veiðiálag á lax- og silungs-
stofnana annars vegar og rafvirkjanir,
áveitur, og vatnsnotkun til heimilif.þarfa
og iðnaðar hins vegar hafa rýrt þá svo,
að víðtækra ráðstafana hefur verið þörf
til þess að hamla á móti öflunum, sem
eyða fiski og spilla lífsskilyrðum hans.
Eitt áhrifaríkasta ráðið til þess að við-
halda laxfiskunum hefur verið að klekja
út hrognum og ala seiðin upp í eldisstöðv-
um og sleppa þeirn síðan stálpuðum í ár
og vötn. í Bandaríkjunum voru 587 eld-
isstöðvar í eigu liins opinbera árið 1958,
og framleiddu þær rúmlega 820 milljón-
ir seiða, er sleppt var í ár og vötn til
viðhalds veiði, en veiðiréttur er þar ríkis-
eign. Verulegur hluti þessara seiða voru
iaxfiskaseiði.
Árið 1958 vörðu opinberir aðilar 17,6
milljónum doliara, eða sem svarar tæp-
lega 757 milljónum íslenkra króna, til
klaks og seiðaeldis á rúmlega 25 fisk-
tegundum, og var bróðurparturinn not-
aður til klaks og eldis laxfiska.
Rannsóknir á fiskeldi.
Þar sem svo miklum fjármunum er
varið árlega til fiskeldis, skiptir miklu
máli, að þeim sé skynsamlega varið, og
að sem beztur árangur náist í eldinu. Er
því unnið að tilraunum og rannsóknum
á hinum ýmsu sviðum fiskeldis, og hef-
ur starfsemi af því tagi mjög verið auk-
in nú síðustu árin. Rannsóknir hafa ver-
ið framkvæmdar á hinum ýmsu þáttum
fiskeldis svo sem á tækni við eldið, á fóðr-
unaraðferðum, á næringarþörf fiskanna
og á gildi einstakra fóðurtegunda og fóð-
urblandna, á sjúkdómum í fiski og lækn-
ingu þeirra og á sjúkdómsvörnum. Niður-
stöðurnar hafa þegar borið þann árangur,
að meðalframleiðsla alifisks á flatarein-
ingu hefur aukist, kostnaður við eldið
hefur lækkað og heilbrigði fisksins
hefur batnað. Meiri kröfur eru nú gerðar
til undirbúningsmenntunar eldismanna
en áður, enda er fiskeldi margbrotið og
30
Vehhmaðurinn