Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 31

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 31
spurði, hvort nokkuð væri hægt að gera. „Eitthvað verðum við að gera“, sagði Matthías. „Það verður að skera þetta“. Mig minnir að ég þyrfti að bíða 2l/£ mánuð eftir sjúkrarúminu. Lagðist inn viku af maí, var viku í rannsókn, en var svo tekinn á skurðarborðið kl. 8 að morgni og ekið inn í rúm kl. 12 á há- degi. Það var 2—5 cm kalkrönd kringum liðinn. Ég var svo í spítalanum 2 mán- uð og gekk við tvo stafi þegar ég fór þaðan. Ég spurði Matthías, hvort ég mætti fara austur að Iðu. „Já, þú mátt fara austur, en ekki snerta á veiðistöng. Þú ert sjúklingur og verður að haga þér eft- ir því“. Þegar ég kom austur gekk ég enn við tvo stafi og gat því ekki haldið á veiði- stöng. En þá fékk ég mér stól og settist á góðan stað við ána, „Hornið", sem við köllum. Konan bar fyrir mig stöngina, og þegar ég hafði komið mér vel fyrir á stólnum, fór ég að kasta. Þetta var í júlílok og ég var á Iðu til 20. september. Ég veiddi 20 laxa og þreytti þá úr stóln- um eins og ég gat, en lét svo konuna taka við þegar með þurfti. Við fórum frá Iðu um 20. september, eins og ég sagði. Þá fór konan til Reykja- víkur, en ég var í viku á Skeiðunum. hjá vinafólki okkar. Meðan ég dvaldi þar, varð ég þess var, að ber var að myndast í vöðvanum á öðrum upphandleggnum. Þetta flýtti heldur fyrir heimförmni, því að ég vildi láta athuga það og skera það burt, ef þess þyrfti. Þegar ég kom til Reykjavíkur, bað ég heimilislækninn að koma til mín, sagði honum frá þessum samdrætti í vöðvan- um og bað hann að ganga úr skugga um, hvað þetta væri. Hann skoðaði það, sagði það væri hættulaust, aðeins fitukirtill, en ég skyldi þó gæta þess að nudda hann ekki. Nú datt mér í hug, að gaman væri að • Eins og áður var sagt hefur frú Soffía, kona Kristins, lika gaman af að veiða og er lagin við það. Hún hefur m. a. veitt 24 p. lax á flugu. Myndin er tekin austur við Iðu. fara til Sesselíusar og vita hvað hann segði. Hann vissi ekkert um mig, frá því að við höfðum talað saman síðast, um vorið, og þekkti mig auk þess ekkert. Ég fór til hans. Þegar við höfðum spjall- að saman svolitla stund um almenna hluti, segir hann: „Læknirinn segir að þú hafir verið á spítala“. — „Nú, af hverju heldur hann það?“ segi ég. „Hann segir að þeir hafi gert stóran skurð á mjöðminni á þér og aðgerðin hafi tekist mjög vel. Ekkert geti þó læknað þig til fulls, nema tíminn, ef þér batni þá nokkurn tíma alveg“. Ég spurði Sesselíus, hvort það sakaði nokkuð, þótt leitað væri til andlegra lækna og jarðneskra samtímis. Hann hvað það síður en svo. Þar ætti að vera samvinna á milli, eftir því sem hægt væri, og vitanlega fráleitt að sniðganga jarðnesku læknana á nokkurn hátt. VpipiMAÐURINN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.