Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 44

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 44
Fiskifræðideildarinnar í Seattle. Um helmingi seiðanna var sleppt í eldistjarn- ir stöðvarinnar, og hinum hlutanum var sleppt í eldistjarnir eldisstöðvarinn- ar í Issaquah, sem er um 55 km leið ofar við sama vatnasvæði. Tveimur mánuðum síðar gengu seiðin út úr eldisstöðvunum áleiðis til sjávar, en þau voru merkt með uggastýfingum, til þess að laxarnir þekkt- ust aftur. Af seiðum úr Issaquaheldis- stöðinni var klipptur hægri kviðaruggi. Voru þau 9,4 sm á lengd og vógu 10,5 gr að meðaltali. Af seiðunum úr Tilrauna- eldisstöð Fiskifræðideildarinnar var klipptur vinstri kviðaruggi. Þau voru 10,6 sm á lengd og voru 14,8 gr að þyngd. Sérstakar ráðstafanir voru gerðar til þess að finna merkta fiska. Skoðaðir voru rúmlega þrjú hundruð þúsund silfurlax- ar, og fundust tæplega 400 merktir lax- ar frá því í júlí 1952 þar til í febrúar 1954, en meirihluti veiðanna fer fram í sjó. Þá var leitað að merktum löxum við Sooseldisstöðina, þaðan sem laxaseiðin voru flutt í janúar 1952, og í rannsóknar- stöð Fiskimálastofnunar Washingtonríkis í Minteránni. Á hvorugum staðnum fundust silfurlaxar, sem á vantaði kvið- arugga. Upp í tjarnir Tilraunaeldisstöðv- ar Fiskifræðideildarinnar gengu 124 full- orðnir silfurlaxar, sem allir höfðu verið merktir þar áður, og gengið út úr stöð- inni. 195 laxar þaðan höfðu veiðst í sjó svo vitað sé. 70 laxar gengu upp í Issa- quaheldisstöðina, sem þar höfðu verið merktir, og einn að auki, sem merktur hafði verið í Tilraunaeldisstöðinni, og hafði hann því farið villur vegar. Vitað var um, að veiðst liöfðu 186 silfurlaxar úr Issaquahstöðinni í sjó. Eins og áður segir, er Issaquaheldisstöðin ofar við sama vatnasvæði og Tilraunaeldisstöðin, og þurftu Issaquahlaxarnir að ganga rétt framan við Tilraunaeldisstöðina á leið sinni „heim“, og villtust engir þeirra upp í hana. Niðurstöðurnar af tilraun þessari eru þær, að enginn silfurlax fullvaxinn gekk úr sjó upp í móðurána, Soosá, en þeir komu aftur upp í fósturstöðvarnar, þ. e. upp í eldistjarnir Tilraunaeldisstöðvar Fiskifræðideildarinnar og í stofnlaxaþró Issaquaheldisstöðvarinnar. Aðeins einn hinna merktu laxa af 195, sem gengu aft- ur upp í eldisstöðvarnar, villtist. Það var hængur frá Tilraunaeldisstöðinni, sem gekk upp í Issaquahstöðina. Hliðstæðar rannsóknir á átthagavísi þeirri, sem hér hefur verið skýrt frá, hafa verið gerðar á fleiri laxategundum. Sví- ar hafa t. d. gert tilraunir með Atlants- hafslaxinn — laxinn okkar — og komizt að hliðstæðum niðurstöðum. Hefur dr. B. Carlin, fiskifræðingur, nýlega gert grein fyrir þeim. Gönguseiðunum hefur verið sleppt í ár, og hafa þau komið aftur í árnar, þar sem þeim var sleppt, jafnvel þó að gönguseiðin hafi aðeins verið fá- eina daga í fósturánum áður en þau gengu í sjó. Þegar laxarnir hafa náð full- um þroska hafa þeir síðan í yfir 99% til- vikum gengið aftur í fósturárnar. T ilraunaeldisstöðvar. Það er á færi fleiri en stórþjóða að stunda fiskeldi með góðum árangri og standa framarlega á því sviði. Undirstað- an undir góðu gengi er að taka á vanda- málunum með skynsemi og festu, en það verður frekast gert með því að reka til- 34 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.