Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 13
ar. Draumur Flammarions um för til
Marz er að því kominn að rætast, hvort
sem viðtökurnar þar verða nú eins og
hann gerir ráð fyrir i Úraníu.
Nú kann einhverjum veiðimönnum
að detta í hug, hvort það muni ekki
hafa örlagaríkar afleiðingar i för með sér,
í sambandi við fiskigöngur og öll veiði-
mál framtiðarinnar, að jörðin fer undan
áhrifum Fiskamerkisins! Hafa ekki fiski-
rnenn verið undir sérstakri vernd, eða
stjörnuafstöðurnar þeim mjög hagstæðar,
á þvi tímabili, sem nú var að Ijúka?
Þetta var þeirra merki. Frumherjar þeirr-
ar andlegu vakningar, sem hófst fyrir
tæþum tvö þúsund árum og dýpst spor
hefur markað i menningu og siðfræði
vestrœnna þjóða, völdu fiskinn sem
kennimerki. Hann var aðaltákn forn-
kristninnar, leynitáknið, sem trúbræð-
urnir þekktu hver annan á — ekki kross-
inn, þótt undarlegt kunni að þykja nú
á dögum.
Sagt er, að hugmyndin að tákninu sé
fengin frá gríska orðinu I c h t y s, sem
þýðir fiskur. Þrír fyrstu stafirnir I og Ch
voru látnir tákna upphafsstafina i nafn-
inu Jesus Christos, en þrír hinir síðari, t
y s, eru upphafsstafir grisku orðanna, sem
þýða — guðs sonur, frelsarinn. Margt
fleira kemur og til, eins og að postularnir
voru flestir fiskimenn. Heimkynni fisks-
ins, vatnið, hafiðy var heimur hreinleik-
ans. Menn stigu niður i vatn þegar þeir
létu skirast og komu hreinir og endur-
fæddir upp aftur.
Ef til vill hafa hinir fornu spekingar
haft svipaðar hugmyndir um hreinleik
vatnsins og austurriska skáldið Franz
Werfel, sem segir i kvæði um heilsulind
eina, að uppspretta hennar liggi svo djúpt
i jörðu, að áhrif syndafallsins hafi ekki
náð þangað niður! Og liklega hefðu
þeir einnig tekið undir það sem Jens
Björnboe segir í grein i timaritinu
Horisont, er siðar kom stytt i Fiskesport,
„að hafið, vötnin og árnor eru ekki að-
eins heimur hreinleikans, þar eru lika
fyrstu heimkynni lífsins, þar er móður-
skaut náttúrunnar, upphaf allra hluta“.
Og hann segir ennfremur:
„Af þvi að veiðiskapurinn er svo magn-
þrungin og táknræn athöfn, er hann að
öllu leyti sönn heilsulind. Fiskurinn var
til fyrir syndafallið, og allt umhverfis
hann er hreint og heilnæmt — líf og sæla.
Hann lifir í vatninu, ánni, hafinu. Hann
lifir og hrærist i riki hreinleikans. Horf-
ið á urriðann hreyfa sig milli steinanna
á árbotninum!
Allir veiðimenn vita að veiðiskapur-
inn verður oss efni í hina fegurstu
drauma. Enginn er fullkominn veiðimað-
ur nema i draumum sinum. Draumar
um fisk og veiði eru hin œðsta sæla. Stóri,
dökki, eldsnari skugginn niðri i blátæru
vatninu er — lifið sjálft“.
Svo mörg eru þau orð. Skyldu þeir
semja svona óð um fiskinn og veiði-
mannslifið, sem fæðast á áhrifaskeiði
Vatnsberans! Við megum vist láta okkur
það einu gilda. Hann breytir ekki eðli
okkar, úr því sem komið er. Við er-
um þegar frelsaðir!
Ósagt skal látið, hvort stjörnuspámenn
mundu geta rakið það til vaxandi áhrifa
Vatnsberans, að nú hefur keyrt um þver-
bak i kapphlaupinu um veiðiár, sem
losna úr leigu. En væri svo, byrjar hann
ekki vel fyrir veiðimennina. Vitleysan
Veiðimasurinn
3