Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 13

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 13
ar. Draumur Flammarions um för til Marz er að því kominn að rætast, hvort sem viðtökurnar þar verða nú eins og hann gerir ráð fyrir i Úraníu. Nú kann einhverjum veiðimönnum að detta í hug, hvort það muni ekki hafa örlagaríkar afleiðingar i för með sér, í sambandi við fiskigöngur og öll veiði- mál framtiðarinnar, að jörðin fer undan áhrifum Fiskamerkisins! Hafa ekki fiski- rnenn verið undir sérstakri vernd, eða stjörnuafstöðurnar þeim mjög hagstæðar, á þvi tímabili, sem nú var að Ijúka? Þetta var þeirra merki. Frumherjar þeirr- ar andlegu vakningar, sem hófst fyrir tæþum tvö þúsund árum og dýpst spor hefur markað i menningu og siðfræði vestrœnna þjóða, völdu fiskinn sem kennimerki. Hann var aðaltákn forn- kristninnar, leynitáknið, sem trúbræð- urnir þekktu hver annan á — ekki kross- inn, þótt undarlegt kunni að þykja nú á dögum. Sagt er, að hugmyndin að tákninu sé fengin frá gríska orðinu I c h t y s, sem þýðir fiskur. Þrír fyrstu stafirnir I og Ch voru látnir tákna upphafsstafina i nafn- inu Jesus Christos, en þrír hinir síðari, t y s, eru upphafsstafir grisku orðanna, sem þýða — guðs sonur, frelsarinn. Margt fleira kemur og til, eins og að postularnir voru flestir fiskimenn. Heimkynni fisks- ins, vatnið, hafiðy var heimur hreinleik- ans. Menn stigu niður i vatn þegar þeir létu skirast og komu hreinir og endur- fæddir upp aftur. Ef til vill hafa hinir fornu spekingar haft svipaðar hugmyndir um hreinleik vatnsins og austurriska skáldið Franz Werfel, sem segir i kvæði um heilsulind eina, að uppspretta hennar liggi svo djúpt i jörðu, að áhrif syndafallsins hafi ekki náð þangað niður! Og liklega hefðu þeir einnig tekið undir það sem Jens Björnboe segir í grein i timaritinu Horisont, er siðar kom stytt i Fiskesport, „að hafið, vötnin og árnor eru ekki að- eins heimur hreinleikans, þar eru lika fyrstu heimkynni lífsins, þar er móður- skaut náttúrunnar, upphaf allra hluta“. Og hann segir ennfremur: „Af þvi að veiðiskapurinn er svo magn- þrungin og táknræn athöfn, er hann að öllu leyti sönn heilsulind. Fiskurinn var til fyrir syndafallið, og allt umhverfis hann er hreint og heilnæmt — líf og sæla. Hann lifir í vatninu, ánni, hafinu. Hann lifir og hrærist i riki hreinleikans. Horf- ið á urriðann hreyfa sig milli steinanna á árbotninum! Allir veiðimenn vita að veiðiskapur- inn verður oss efni í hina fegurstu drauma. Enginn er fullkominn veiðimað- ur nema i draumum sinum. Draumar um fisk og veiði eru hin œðsta sæla. Stóri, dökki, eldsnari skugginn niðri i blátæru vatninu er — lifið sjálft“. Svo mörg eru þau orð. Skyldu þeir semja svona óð um fiskinn og veiði- mannslifið, sem fæðast á áhrifaskeiði Vatnsberans! Við megum vist láta okkur það einu gilda. Hann breytir ekki eðli okkar, úr því sem komið er. Við er- um þegar frelsaðir! Ósagt skal látið, hvort stjörnuspámenn mundu geta rakið það til vaxandi áhrifa Vatnsberans, að nú hefur keyrt um þver- bak i kapphlaupinu um veiðiár, sem losna úr leigu. En væri svo, byrjar hann ekki vel fyrir veiðimennina. Vitleysan Veiðimasurinn 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.