Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 49
Kastæfingar S.V.F.R.
Á sunnudögum í hádegisverðartíma
venjulegra manna, hefur hópur manna,
meðlimir í SVFR, mætt í íþróttahúsi
K.R. við Kaplaskjólsveg, til æfinga á
meðhöndlan flugustangar sinnar, sem sé
æft sig í fluguköstum. SVFR hefur til
þessa í vetur ekki átt kost á betri tíma,
eða fleiri tímum, en úr þessu rætist von-
andi fljótiega, því eftirspurnin er mikil.
Þegar þetta er ritað, í fyrstu viku marz,
standa vonir til að SVFR fái til viðbótar
tvær eða þrjár klukkustundir í viku
hverri, frá miðjum marz til vors. Þessir
tímar eru því sem næst fullskipaðir, þó
er enn hægt að bæta við nokkrum félags-
mönnum. í framhaidi þessara innanhúss-
æfinga verður vonandi hin bezta aðstaða
til æfinga úti á æfingasvæði félagsins við
Rauðavatn. Þar verða einnig, eins og á
inniæfingunum, menn til leiðbeininga
þeim, sem þess óska. Ffraðvaxandi áhugi
félagsmanna SVFR fyrir þessari starfsemi
sýnir ljóslega, hve nauðsynlegt var að
koma henni á fót, enda stuðlar hún að
því, að lögum SVFR sé framfylgt um
veiðiaðferðir og færir stangaveiðina jafn-
framt nær því að íþrótt kallist, svo sem
hún á að vera, en ekki að menn vaði út
í fljótið með það eitt í huga, að drepa
sem mest af fiski með öllum tiltækileg-
um ráðum.
Æfing í meðferð veiðistangarinnar
færir mönnum þá notakennd, að finna
hæfni sína, í stað angistar um afleiðing-
ar misheppnaðra kasta. Kennslu- og
kastnefnd SVFR, sem hefur skipulagt
og unnið að þessari starfsemi, er mjög
umhugað um góðan, jákvæðan árangur
kastæfinganna, öllum til gagns og gleði.
í beinu sambandi og framhaldi kast-
æfinganna koma svo kastmótin, þar sem
mönnum gefst tækifæri til prófunar á
hæfni sinni. Kennslu- og kastnefndin
hefur rætt þessi mál mikið, og skal þess
helzta getið hér, sem til greina hefur
komið:
Fyrst og fremst almennt þátttökumót í
vor, til keppni í öllum venjulegum
greinum lengdar- og hittikasta.
Þá hefur verið mikið rætt um keppni,
KASTKENNSLA.
Kastkennsla mín hefst eins og venjulega strax og veður
leyfa í aprílmánuði. Einkatímar eða hóptímar eftir sam-
komulagi. — Hef einungis nýjustu og beztu áhöld til
kennslunnar.
Kennslupróf frá The London School of Casting.
ALBERT ERLINGSSON, símar 16760 - 12496.
(Tímar að mestu upppantaðir í vor).
Veiðimaðurinn
39