Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 58

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 58
Skaríur leggst á lax. Helgi Eyjólfsson húsasmíðam. liefur tjáð Veiðimanninum, að nokkur brögð séu að því í Botnsá í Hvalfirði, að skarf- ur leggist á laxinn. Hefur þess orðið vart undanfarin ár, en ekki verið rannsakað að ráði fyrr en nú í vetur. Veitingamaðurinn í Botnsskála hefur veitt því eftirtekt, að það er einkum í vestanátt, sem skarfur sézt fljúga upp eft- ir ánni, og verður hans þá oft vart langt upp með á. Til dæmis rakst Helgi Eyjólfs- son sjálfur á einn s 1. sumar, við svo- nefndan Beitarhúsahyl, sem er ofarlega í ánni. Kom skarfurinn þar labbandi út milli kletta, en Helgi kvaðst þá ekki hafa hugsað frekar um, hvert erindi hans væri þar. Jón Þorkelsson bóndi á Stóra Botni skaut í vetur 4 eða 5 skarfa í rannsóknar- skyni, og þá þurfti ekki frekar vitnanna við, því að út úr sumum þeirra ullu lax- ar, 3—4 pund að stærð. Það voru auðvitað hoplaxar, en Helgi telur mjög sennilegt, að skarfurinn taki líka nýgenginn lax, enda sézt hann við ána allt sumarið. Skýringin á því, að mest ber á ferðum skarfsins upp með ánni í vestanátt er talin sú, að þá hefur hann vindinn í brjóstið til baka. Þegar hann hefur ét- ið sig mjög saddan, mun hann eiga erfitt með að fljúga undan vindi. Menn hafa og veitt því athygli, að þegar hann hef- ur étið mjög mikið, á hann erfitt með að ná sér á loft og tekzt það stund- um ekki. Ótrúlegt er að Botnsá sé eina áin, sem verður íyrir barðinu á skarfinum. Hann er víðar í nágrenni við veiðiár, og ættu rnenn að gefa meiri gaum að ferðum hans en liingað til hefur verið gert. Snúið á veiðibjölluna. Eins og flestir veiðimenn munu vita, er veiðibjallan einn versti vargurinn við sumar ár. Htin étur einkum seiðin, en tekur oft fullorðinn lax líka. Helgi Ey- jólfsson segist vita dæmi þess, að hún hafi ráðist á 16 punda lax og farið með sigur af hólmi. Þegar hún á við stóra fiska, notar hún þá aðferð, að hún læsir klón- um í síður þeirra og stýrir þeim svo á land. Maður, sem hefur litla á vestur við Búðardal, kveðst nota fljótvirka og ör- ugga aðferð til þess að útrýma veiði- bjöllu. Hann vissi til þess, að í annarri smásprænu þar vestra hafði veiðibjallan drepið allt líf, án þess að nokkuð yrði að gert með þeim ráðum, sem algengust eru. Hann vildi ekki láta fara eins hjá sér og brá á nýtt ráð.. Hann fékk sér liænsnanet, girti dálít- inn ferhyrning með tveggja metra háu neti og lét þar all mikið af slógi. Þessa freistingu gátu veiðibjöllurnar ekki stað- ist, þótt þær séu oftast varar um sig. Þær þyrptust inn í girðinguna og gleymdu sér við kræsingarnar. Þá var auðvelt að ráða niðurlögum þeirra með skothríð. Þannig var mikill fjöldi drepinn, en þær sem eftir lifðu, forðuðu sér til friðsælli staða. V. M. 48 Veiðimaðurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.