Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 46
aðferðir, kenna hirðingu og fóðrun eldis-
fisks, framkvæma kynbætur á laxi og sil-
ungi, útvega og ala upp lax og silung af
heppilegum stofnum til fiskræktar og
Eldiskassar og seiðaskurðir í Tilrauna-eldisstöðinni
i Kollafirði. Vatnsturn og klakhús eru i baksýn.
Neðan til á myndinni er snjóskafl. — Ljósm.: Þór
Guðjónsson.
handa öðrum eldisstöðvum og framleiða
neyzlufisk til sölu á erlendum markaði.
Lögð verður áherzla á að framleiða laxa-
seiði af göngustærð og láta þau ganga til
sjávar úr eldisstöðinni, og munu þau sem
fullvaxnir laxar koma aftur upp í stöð-
ina. Er það í samræmi við reynslu Banda-
ríkjamanna og Svía í þessu efni. Hér á
landi mun meiri hluti laxins ekki verða
veiddur í sjó, eins og í nágrannalönd-
unum.
Lokaorð.
Með byggingu tilraunaeldisstöðvar er
verið að leggja grundvöll að framför-
um í fiskrækt og fiskeldi í landinu með
sjálfsögðum og eðlilegum hætti, og er
jafnframt verið að renna stoðum undir
nýjan atvinnuveg. Mun almenningi miðl-
að þekkingu, sem aflað verður í stöðinni,
en það ásamt fjárhagsaðstoð verður mikil-
vægasta framlagið, sem hið opinbera get-
ur látið í té. í kjölfar stöðvarinnar munu
einstaklingar og félög koma upp eldis-
stöðum ýmist til þess að efla fiskræktina
í landinu eða til þess að framleiða neyzlu-
lisk til útflutnings, sem færa mun þjóð-
arbúinu auknar gjaldeyristekjur í fram-
tíðinni.
Stór þorskur.
SUMARIi) 1960 veiddi enskur togari risaþorsk
hér við ísland. Fiskurinn var tæp 80 pund og 5
feta langur. Aldur þessa þorsks var talinn einhvers
staðar milli 20 og 40 ár. Hann var seldur í Fleet-
wood fyrir 25 shillinga, eða sem svarar 150 ísl.
kr. eftir núverandi gengi.
Veiðistangaviðgerðir.
Veiðimenn! Dragið ekki of lengi að láta stengurnar í
viðgerð. Varahlutir í allflestar veiðistengur fyrirliggjandi
Óskum öllum veiðimönnum gleðilegs sumars.
HARALDUR OG VALDIMAR
Suðurgata 37.
Símar 13667 og 10572.
36
Veiðimaðurinn