Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 24

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 24
inn getur ekki lokað munninum til fulls. Stundum kemur það meira að segja £yr- ir, að krókurinn myndar gat gegnum efri skoltinn.*) Til hvers er krókurinn? Fjölmargar skýringar hafa verið fundn- ar á tiiveru króksins, en sú algengasta, og jafnframt sú ósennilegasta, er á þá leið, að krókurinn sé hluti af hrygningarbún- ingi hængsins. Þótt ég hafi enga löngun til þess að bæta við þessar skýringar hef ég í eitt skipti — ég endurtek, aðeins í eitt skipti — séð krókinn gegna þörfu hlut- verki. Stór hrygna liafði komið sér fyrir í gróf, sem önnur átti, er nú var hvíla sig. Hún hafði ekki verið þarna lengi þegar hængur synti upp að lilið hennar og fór að fara á fjörurnar við liana. Hún lét sér fátt finnast um ástaratlot hans, og eftir svo sem 20 mínútur sneri hann sér hægt *) Bjarni Sæmundsson segir svo, í Fiskunum, um riðalitinn og krókinn: „Riðaliturinn er svo breyti- legur, að erfitt er að lýsa honum nákvæmlega. í stuttu máli sagt er hrygnan tíðast dökk-mórauð á baki, dökk-silfurgrá á hliðum, sótrauð á kviði, með hvíta rák eftir honum miðjum, en á höfði og hlið- um eru fleiri eða færri svartir og rauðir dílar, eða svartir blettir með móleitri eða rauðri umgerð. — Hængurinn er miklu breytilegri, svo að tveir fisk- ar eru varla eins, og litirnir geta verið hinir ólíkustu, kviðurinn t. d. ljósgulur eða svartur, hliðarnar oft rauðgráar eða stálbláar og óróeglulegar rákir eða blettir í hrærigraut. Einkennilegasta breytingin er þó „krókurinn": Fremst á neðra skulti hængsins vex upp kýli úr brjóskkenndu efni og hækkar smám saman upp í totu, „krók“, sem getur orðið 4—5 cm hár á stórum hængum. Þar sem endi króksins tekur heima við efri skoltinn, kemur hola upp í hann, og verður að lokum svo djúp, að ekki er eftir nema roðið ofan á snjáldrinu. Upp í þessa holu fellur krókurinn, en þó ekki lengra en það, að fiskurinn getttr ekki lokað munninum nema til hálfs". — Þýð. við, beit varlega um sporðstæðið á henni og dró hana burtu úr holunni. Ekkert benti til að hann væri æstur eða reiður og hann virtist gera þetta allt eðlilega og að yfirlögðu ráði. Það er alltaf var- hugavert að draga ákveðna ályktun af einni athugun á hverju sem er í náttúr- unni, og einkanlega á það við um hegð- un dýra, en ég hef oft velt því fyrir mér, hvort það sem ég lief nú verið að reyna að lýsa, geti ekki verið lykill að skýr- ingu á hlutverki króksins. Eru lesendur mér ekki sammála um það, að skoltar fullþroska liængs, á hrygningartíma, sýn- ist hæfa einkar vel sem sporðgrípur (tailer)?*) Hið undarlega hátterni hængseiðanna. Sumir hinna fornu heimildarmanna geta um hið einkennilega hátterni hæng- seiðanna, meðan á hrygningu fullorðnu laxanna stendur. Fæstir virðast þó hafa áttað sig á, hvað þar var að gerast. Menn höfðu tekið eftir því, að þessi fjörmiklu, tveggja ára kríli eltu alltaf hrygnuna og héldu sig eins nærri henni og þau gátu; það var engan veginn óeðlilegt að álykta, að öll hugsun þeirra snerist um það eitt, að gleypa hrognin. Athuganir í Pont Barcar leiddu þó miklu furðulegri hlut í ljós — sem sé frjóvgun hrognanna úr fullorðnu hrygn- unni með sviljum úr seiðinu! Menn höfðu vitað það lengi, að mörg tveggja ára hængseiði eru orðin kyn- *) Bjarni Sæmundsson segir svo um gagnsemi króksins: „Alveg er óvíst, til hvers þessi krókur er; ef til vill er hann vopn í hinum grimmilegu einvíg- um, er hængarnir heyja oft um hrygnurnar". — Þýð. 14 Veiðimaðurin.n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.