Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 30

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 30
verið þitt eigið hugarfóstur, til orðið vegna sagnanna um útburðinn. — Þeir um það, en þetta er mér eins raunverulegt og annað, sem fyrir augu mín hefur borið fyrr og síðar í daglegu lífi, og hvorki mér sjálfum né öðrum dettur í hug að rengja. Hjá Sesselíusi. — Var þinni dulrænu reynslu þá alveg lokið með þessu, eða hefurðu frá meiru að segja? — Það sem fyrir mig bar í bernsku, nægði til þess, að ég hef alltaf haft áhuga fyrir dulrænum efnum. Ég hef verið lengi í Sálarrannsóknafélaginu og lesið mikið um andleg mál. Og sitthvað hef- ur gerzt í lífi mínu, sem tæplega verður skýrt á fullnægjandi hátt með rökum ef nishyggj unnar. Eins og ég sagði áður fékk ég tauga- veikina 14 ára gamall og hef alltaf verið bilaður í fæti síðan. Ég náði mér þó nokk- uð um tíma og var meira að segja í glímu- félagi um árabil. En svo varð ég að hætta, og árið 1938 var svo komið, að ég var um það bil að leggjast í rúmið. Síðustu 30 árin, eða nálægt því, hefur Friðrik Björnsson verið heimilislæknir minn. Hann vissi hvað mér leið og ætl- unin var að ég yrði rannsakaður og tekn- ar af mér myndir, en það drógst nokk- uð, eins og gengur. En ekki var það Friðrik að kenna. Um sama leyti bendir einhver mér á að tala við Sesselíus Sæ- mundarson og vita hvort hann geti ekki sagt mér eitthvað um, hvað að mér sé. Ég féllst á að reyna þetta, taldi það mundi ekki saka, enda yrði rannsóknin fram- kvæmd eigi að síður. Ég labbaði svo eitt kvöld til Sesselíus- ar. Þegar við höfðum rabbað saman um stund, segi ég við hann að ég sé slæm- ur í mjöðminni og mig langi til að vita af hverju það stafi. „Það er kalk í liðn- um“, segir hann, „og þú ert búinn að ganga með þetta alltof lengi. Viltu að það sé litið inn hjá þér?“ Ég þakkaði lionum fyrir og hélt svo heim og fór að hátta kl. 9. Aldrei þessu vant var ég aleinn heima um kvöldið. Þegar ég hafði legið í rúm- inu um stund, líklega um hálftíma, fann ég, en sá ekki, að einhver kom inn í her- bergið til mín, gekk alveg að rúminu og fór höndum um mig. Snertingin var einna líkust rafmagnsstraum, en þó ekki óþægileg. Þessi tilfinning stóð yfir í svo sem stundarfjórðung, og ég bullsvitnaði. Hið sama gerðist þrjú kvöld í röð. Á fjórða degi hringdi ég til heimilislæknis- ins og bað hann að líta inn til mín. Ég væri ekki veikur, en mig langaði til að spjalla dálítið við liann. Friðrið kom og ég sagði honum, að nú vissi ég hvað að mér væri og vildi vinda bráðan bug að því, að ég yrði rannsakaður í sjúkrahúsi og gengið úr skugga um, hvort nokkuð væri hægt að hjálpa mér. Hann spurði mig hvar ég vildi vera, ef til aðgerðar kæmi. „Auð- vitað lijá Matthíasi", svaraði ég. Friðrik skrifaði beiðnina og ég fór með hana upp á Landakot, til Matthíasar. Eftir 3 daga var tekin mynd, sem ég mátti sækja eftir 3 daga þar frá. Ég beið með nokkurri óþreyju eftir úrskurðinum og á tilteknum tíma fór ég upp á Landakot og hitti Matthías. „Það er kalk í liðnum“, segir hann. Ég 20 Veibimaðurin.n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.