Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 39

Veiðimaðurinn - 01.12.1989, Page 39
Orri Vigfússon Kaup á laxveiði- heimildum í sjó Ég held að það sé grundvallarsjónarmið flestra veiðimanna á Islandi að laxinn eigi að fá að dafna eðlilega og ná fullum þroska - og að hann eigi óhindrað að fá að ganga til baka í árnar þaðan sem hann er upp- runninn. Hættum sem steðja að laxi í hafínu má skipta í eftirfarandi höfuðflokka: 1. Nátt- úrusveiflur í hafínu. 2. Olöglegar neta- veiðar á grunnslóð og í úthöfum. 3. Drauganet. 4. Löglegar úthafsveiðar. Ólögleg netaveiði í sjó Eins og fram kom í fréttum síðastliðið sumar var gert hressilegt átak gegn ólög- legum netaveiðum - sérstaklega í Húna- vatnssýslu og Þingeyjarsýslum. Við í Laxárfélaginu, í samvinnu við ISNO í Kelduhverfí, fengum til liðs við okkur engan annan en Sigurð Arnason skipherra, margreyndan landhelgismann, og vil ég fyrir hönd okkar stangaveiði- manna flytja honum sérstakar þakkir fyrir hve vel tókst til hjá okkur í þessum efnum í sumar. Ég átti þess kost að starfa með Sigurði að þessum málum í sumar og hafði sérstaka ánægju af að fylgjast með vand- virkni hans og kunnáttu. Ég vonast til að hann verði veiðimönnum áfram að liði í þessum netamálum í framtíðinni, - en veiðieftirlit í sjónum umhverfis landið er meira og minna í ólestri. Það er einkum tvennt sem ég er ánægð- ur með úr herferð okkar í sumar gegn ólög- legum laxveiðum í sjó: Orri Vigfússon forstjóri í Reykjavík er formaður Laxárfe'lagsins (Laxá í Aðaldal). Meðfylgjandi grein er byggð á erindi, sem hann flutli á aðalfundi L.S. 4. nóv. VEIÐIMAÐURINN 37

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.