Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2022, Page 4

Læknablaðið - 01.10.2022, Page 4
432 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 439 Kolfinna Gautadóttir, Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, Martin Ingi Sigurðsson, Karl Andersen Brátt hjartadrep meðal yngri einstaklinga: rannsókn á nýgengi, áhættuþáttum og horfum Ungir einstaklingar voru skilgreindir sem konur 55 ára og yngri og karlar 50 ára og yngri, því konur fá yfirleitt hjarta- og æðasjúkdóma seinna en karlar. Til samanburðar voru eldri sjúklingar, konur eldri en 55 ára og karlar eldri en 50 ára. Algengi hefðbundinna áhættuþátta kransæðasjúkdóms er misjafnt milli aldurs- hópa með brátt hjartadrep. Þeir yngri eru líklegri til að reykja og hafa ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Þeir eru einnig líklegri til að nota vímuefni á borð við kannabis og örvandi efni eins og kókaín og amfetamín sem geta haft bein áhrif á æðakerfið. 447 Jóhanna Torfadóttir, Sigrún Eva Einarsdóttir, Ásgeir R. Helgason, Birna Þórisdóttir, Rebekka Björg Guðmundsdóttir, Anna Bára Unnarsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Helgi Birgisson, Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir Áttavitinn - rannsókn á reynslu einstaklinga af greiningu og meðferð krabbameina á Íslandi árin 2015-2019 Einn af hverjum þremur getur vænst þess að fá krabbamein einhvern tíma á ævinni. Algengust eru krabbamein í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi og lungum. Þó aldursstaðlað nýgengi fari nú lækkandi eftir áratuga vöxt, sérstaklega meðal karla, er gert ráð fyrir að krabbameinstilvikum fjölgi mikið á næstu árum. Ástæðan er fólksfjölgun og hækkandi meðalaldur. Spár gera ráð fyrir að krabbameini fjölgi um 25% fram til ársins 2030 en þá er reiknað með að árin 2016-2020 greinist 2210 mein árlega að meðaltali í stað 1750 meina. – Að greinast með krabbamein er áfall og rannsóknir sýna að óháð alvarleika sjúkdómsins er aukin hætta á sjálfsvígum, hjartaáföllum og ýmsum geðröskunum fyrstu vikurnar á eftir. 455 Brynhildur Thors, Helgi Már Jónsson Tilfelli mánaðarins – skyndilegt meðvitundarleysi hjá hraustri konu Við komu á bráðamóttöku 50 mínútum frá upphafi einkenna var meðvitund skert en konan svaraði ákalli og sársaukaáreiti og hreyfði alla útlimi samkvæmt fyrirmælum (GCS 9). Taugaskoðun sýndi misvíð sjáöldur sem svöruðu ljósáreiti, Babinski-teikn var neikvætt og lífsmörk stabíl. F R Æ Ð I G R E I N A R 10. tölublað · 108. árgangur · 2022 435 Axel F. sigurðsson Statín. Of mikið eða ekki nóg? Mikill fjöldi fólks tekur statínlyf í dag. Færa má rök fyrir því að meðal þeirra sem ekki taka statínlyf séu margir sem myndu hafa gagn af slíkri meðferð. Þá er einnig hópur fólks sem tekur statínlyf og hefur af því lítið sem ekkert gagn. Það er hlutverk okkar lækna að rétta hlut beggja þessara hópa. L E I Ð A R A R 437 Oddur Steinarsson Heilsuvera – aðgangur opinn allan sólar- hringinn! Heilsuveruna verður að endurskoða og afmarka. Styðja þarf betur við þá lækna sem eru til staðar í dag og spyrja hvort takmörk- uðum tíma okkar sé vel varið í þessi samskipti? Hvað með aldraða og aðra sem geta ekki notfært sér tæknina? MYND Á FORSÍÐU/GUNNHILDUR ARNA GUNNARSDÓTTIR Myndin er tekin á þingi Skandinavíska ígræðslufélagsins þegar Guðmundur Felix Grétarsson hélt erindi um handaágræðslu sína Tölvusneiðmynd af höfði án skugga- efnis sýnir aukna þéttni (dens vessel) í toppi botnslagæðar (ör).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.